Lágmenning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Garðdvergar eru dæmi um kitsch sem hefur haft áhrif bæði á alþýðumenningu og myndlist.

Lágmenning er sú menning sem almennt er talin einföld, ómerkileg og illa spunnin. Lágmenning getur líka verið samheiti yfir ómenningu eins og skemmdarverk, drykkjuskap, fjárhættuspil, vændi og fleira sem þykir merki um siðferðilega hnignun samfélags.

Breytt afstaða til lágmenningar[breyta | breyta frumkóða]

Afstaða til lágmenningar og skil milli hámenningar, dægurmenningar og lágmenningar hefur smámsaman breyst og er til dæmis ýmsir menningargeirar ekki lengur staðsettir með skýrum hætti innan hverrar skilgreiningar. Ástarsögur, farsar, revíur, klám, glæpasögur, æsifréttamennska, hryllingsmyndir, húðflúr, graff og kitsch eru dæmi þar sem mörkin eru ekki alltaf skýr. Til dæmis hafa ýmsir myndlistarmenn unni með graff og kitsch í sinni myndlist og þó eru verk þeirra ekki skilgreind sem lágmenning samkvæmt þeirri almennu skilgreiningu sem tíðkast hefur.


Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.