Kvartertímabilið
Útlit
(Endurbeint frá Kvarter)
Kvartertímabilið er jarðsögulegt tímabil sem hófst fyrir 2,588 ± 0,005 milljón árum og stendur enn yfir. Þetta tiltölulega stutta tímabil einkennist af reglubundnum jökulskeiðum og tilkomu mannsins sem hefur haft mikil áhrif á jörðina. Kvartertímabilið skiptist í tvö tímabil: pleistósentímabilið (tímabil síðustu ísalda) og hólósentímabilið (nútímann). Sumir hafa stungið upp á þriðja tímabilinu: mannöld á eftir hólósentímabilinu, til að leggja áherslu á áhrif mannsins á umhverfi og loftslag á jörðinni.
Fylgir frumlífsöld | 542 Má. – Tímabil sýnilegs lífs - okkar daga | |||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
542 Má. – Fornlífsöld -251 Má. | 251 Má. – Miðlífsöld - 65 Má. | 65 Má. – Nýlífsöld - nútíma | ||||||||||
Kambríum | Ordóvisíum | Sílúr | Devon | Kol | Perm | Trías | Júra | Krít | Paleógen | Neógen | Kvarter |