Mannöld
Útlit
Mannöld eða mannskepnutímabilið er óformlegt heiti á tímabili í jarðsögunni þar sem áhrif athafna mannsins eru greinileg. Formlegt heiti á yfirstandandi jarðsögutímabili er hólósen sem hófst fyrir 10.000 árum síðan. Sumir fræðimenn hafa stungið upp á notkun þessa heitis yfir tímann sem nær frá upphafi iðnbyltingarinnar fyrir um 200 árum síðan sem þá myndi marka endalok hólósentímabilsins en aðrir vilja staðsetja upphaf mannaldar fyrir 8.000 árum síðan þegar landbúnaðarbyltingin hófst og enn aðrir fyrir 2000 árum síðan sem nær þá nokkurn veginn saman við síðasta skeið hólósentímabilsins, mýrarskeiðið síðara.