Konungskoman 1907
Konungskoman 1907 er heimsókn Friðriks 8. konungs til Íslands í júlí 1907. Í föruneyti konungs voru margir danskir mektarmenn, þar á meðal hópur danskra þingmanna. Frá Reykjavík var farið með gestina í vikuferð á hestum um Suðurland og haldin var hátíð á Þingvöllum með nær sex þúsund gestum. Sérstök héraðshátíð Sunnlendinga var haldin við Þjórsárbrú. Konungur og föruneyti fóru að Gullfossi og skáluðu þar á fossbrúninni fyrir framtíð Íslands sem iðnaðarlands en auðlindir Íslands bæði fiskimið, orkulindir og sveitir voru í brennidepli í ferðinni. Mikill undirbúnaður var á Íslandi vegna konungskomunnar. Það voru lagðir nýir vegir og byggðar brýr og reistir skálar. Konungur heimsótti í ferðinni alla landsfjórðunga og kom til Ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Haldinn var ríkisráðsfundur í Reykjavík þar sem konungur samninganefnd um tengsl Íslands og Danmerkur og skyldi unnið að því að í stað stöðulaga kæmu sambandslög. Þau lög komu 1918.
Ljósmyndir frá Konungskomunni 1907