Klettaglæða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klettaglæða
Klettaglæða (R. elegans) á grjóti.
Klettaglæða (R. elegans) á grjóti.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Ascomycota
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Teloschistales
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Rusavskia
Tegund:
Klettaglæða (R. elegans)

Tvínefni
Rusavskia elegans
Samheiti

Caloplaca elegans
Gasparrinia elegans
Lecanora elegans
Lichen elegans
Physcia elegans
Xanthoria elegans

Klettaglæða (fræðiheiti: Rusavskia elegans) er fléttutegund af glæðuætt. Klettaglæða tilheyrði áður ættkvísl glæða (Xanthoria) en var færð í ættkvíslina Rusavskia árið 2003 í ljósi nýrra rannsókna.[1]

Útlit og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Klettaglæða skærappelsínugult eða rauðgult þal en neðra borðið er hvítt eða gulleitt. Askhirslur eru algengar, appelsínugular að lit með örlítið ljósari þalrönd. Klettaglæða vex á klettum og mannvirkjum og er sérstaklega algeng á norðausturlandi. Klettaglæða líkist veggjaglæðu í útliti en þekkist best á mjórri og kúptum randbleðlumsem liggja þéttar að undirlaginu en á veggjaglæðu. Einnig hefur hún yfirleitt dekkri lit.[2]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Klettaglæða inniheldur þekkta fléttuefnið parietín sem gefur henni gulan eða appelsínugulan lit.[2] Parietín er tilheyrir flokki anthrakínón-efna og var klettaglæða fyrsta íslenska fléttan sem anthrakínón-efni var einangrað úr.[3]

Þalsvörun klettaglæðu er K+ vínrauð, C-, KC- og P-.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kondratyuk, S., & Kärnefelt, I. (2003). Revision of three natural groups of xanthorioid lichens (Teloschistaceae, Ascomycota). Ukrayins'kyi Botanichnyi Zhurnal, 60(4), 427-437.
  2. 2,0 2,1 2,2 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  3. Kristín Ingólfsdóttir, Anna Sif Paulson & Hörður Kristinsson (2002). Einangrun anthrakínón afbrigðis úr klettaglæðu, Xanthoría elegans (Ágrip veggspjalds á XI. vísindaráðstefnu Háskóla Íslands) Læknablaðið, 47. fylgirit bls. 106
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.