Munur á milli breytinga „Guðmundur góði Arason“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
Árið 1226 fór Guðmundur aftur heim en [[Magnús Gissurarson|Magnúsi]] Skálholtsbiskupi, sem var í hópi andstæðinga hans, var stefnt utan nokkru síðar. Þegar hann kom heim eftir fjögur ár hafði hann meðferðis bréf þar sem embættið var tekið af Guðmundi en ekki var því þó framfylgt. Guðmundur var hins vegar orðinn gamall og hefur kannski ekki þótt jafnmikill ógnvaldur við veldi höfðingjanna og áður. Hann hafði heldur ekki stóran flokk fylgismanna með sér eins og verið hafði. Guðmundur var orðinn hálfblindur og gamall maður þegar hann hætti loks að flakka um landið og fékk frið heima á Hólum tvö síðustu æviárin. Hann lést árið 1237.
 
== Fornar heimildir um Guðmund góðgóða a==
Fljótlega eftir andlát hans var hafist handa við að skrifa sögu hans en söguritarinn virðist hafa fallið frá í miðjum klíðum því ritið endar fyrirvaralaust þar sem Guðmundur er á leið til biskupsvígslu í Noregi. Þetta er hin svokallaða [[Prestssaga Guðmundar Arasonar]], sem er engu að síður mikilvæg sagnfræðiheimild, og er bæði notuð í [[Sturlunga|Sturlungu]] og í sögum Guðmundar biskups góða. Guðmundur góði kemur enn fremur fyrir í [[Íslendinga saga|Íslendinga sögu]] Sturlu Þórðarsonar, [[Hrafns saga Sveinbjarnarsonar|Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar]], [[Arons saga Hjörleifssonar|Arons þætti]] og víðar. Um og upp úr 1320 voru síðan ritaðar sérstakar ævisögur biskups sem prentaðar eru í [[Biskupasögur|Biskupasögum]]. Þær eru að miklu leyti byggðar á fyrrgreindum heimildum en mörgum kraftaverkasögum bætt við.
 
7.517

breytingar

Leiðsagnarval