„Guðmundar- og Geirfinnsmálið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Upplýsingakassi
Inngangur
Lína 30: Lína 30:
|}
|}


'''Geirfinnsmálið''' (einnig nefnt '''Guðmundar- og Geirfinnsmálið''') er viðamikið sakamál, kennt við ''Geirfinn Einarsson'' (fæddur [[7. september]] [[1942]], horfinn [[19. nóvember]] [[1974]]).
'''Geirfinnsmálið''' (einnig nefnt '''Guðmundar- og Geirfinnsmálið''') er viðamikið sakamál sem snýr óútskýrðu hvarfi tveggja manna árið 1974, Guðmundi og Geirfinni. Sex manns fengu dóm vegna aðkomu sinnar að málinu, þau höfðu játað að hafa orðið mönnunum að bana eftir langar yfirheyrslur og vistun í einangrun, þrátt fyrir að engin sönnunargögn hefðu komið fram sem bendluðu þau við málið.


Málið var tekið upp á nýju árið 2018 í [[Hæstiréttur Íslands|hæstarétti]]. Fengu þar allir dómteknir sýknun.<ref>https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=34b0664d-10ee-4f6d-917e-67ed04c3bc5c</ref>
==Upphaf málsins==

Upphafið má rekja til dularfulls hvarfs Geirfinns Einarssonar kvöldið [[19. nóvember]] [[1974]]. Kvöldið sem Geirfinnur hvarf hringdi ókunnur maður í hann og mælti sér mót við hann í Hafnarbúðinni í [[Keflavík]]. Eftir lýsingum vitna á ókunna manninum var gerð leirstytta, sem í hálfkæringi var kölluð „[[Leirfinnur]]“. Seinna meir beindu rannsóknamenn sjónum sínum að hvarfi annars manns, ''Guðmundar Einarssonar'' (fæddur [[1956]], horfinn [[25. janúar]] [[1974]]), sem horfið hafði aðfaranótt [[25. janúar]] sama ár. Töldu þeir að hvarf Guðmundar tengdist hvarfi Geirfinns (mennirnir tveir voru þó ekki venslaðir, þrátt fyrir sama föðurnafn).
Lík Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist.

==Mannshvörf==

=== Guðmundur Einarsson ===
Guðmundur var 18 ára verkamaður sem hafði farið með félögum sínum á dansleik í Alþýðuhúsinu í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] laugardagskvöldið 26. janúar 1974. Hann varð viðskila við vini sína og sást síðast til hans ásamt öðrum manni á götu í Hafnarfirði þar sem þeir reyndu að húkka sér far. Talið var að hann væri með Kristjáni Viðari Viðarssyni, skólafélaga sínum. Ekki sást aftur til Guðmundar.

=== Geirfinnur Einarsson ===
Nokkrum mánuðum síðar, þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, hverfur annar maður, Geirfinnur Einarsson (f. 1955). Guðmundur og Geirfinnur voru ekki skyldir, þrátt fyrir að hafa sama föðurnafn. Geirfinnur starfaði við byggingarvinnu og bjó í Keflavík.

Hvarf Geirfinns þótti afar dularfullt. Kvöldið sem hann hvarf hringdi ókunnur maður í hann og mælti sér mót við hann í Hafnarbúðinni í [[Keflavík]]. Eftir lýsingum vitna á ókunna manninum var gerð leirstytta, sem í hálfkæringi var kölluð „[[Leirfinnur]]“.


==Sakborningar==
==Sakborningar==

Útgáfa síðunnar 29. október 2018 kl. 17:51

Guðmundar- og
Geirfinnssmálið
Mannshvarf og sakamál
Mannshvörf
Guðmundur Einarsson (f. 1955)
Horfinn 25. janúar 1974 (18 ára)
Geirfinnur Einarsson (f. 1942)
Horfinn 19. nóvember 1974 (32 ára)
Sakborningar

Sævar Cicielski (f. 1955, d. 2011)
Kristján Viðar Viðars­son­
Tryggvi Rún­ar Leifs­son (f. 1951, d. 2009)
Guðjón Skarp­héðins­son (f. 1943)
Al­bert Kla­hn Skafta­son (f. 1955)
Erla Bolla­dótt­ir (f. 1955)

Geirfinnsmálið (einnig nefnt Guðmundar- og Geirfinnsmálið) er viðamikið sakamál sem snýr að óútskýrðu hvarfi tveggja manna árið 1974, Guðmundi og Geirfinni. Sex manns fengu dóm vegna aðkomu sinnar að málinu, þau höfðu játað að hafa orðið mönnunum að bana eftir langar yfirheyrslur og vistun í einangrun, þrátt fyrir að engin sönnunargögn hefðu komið fram sem bendluðu þau við málið.

Málið var tekið upp á nýju árið 2018 í hæstarétti. Fengu þar allir dómteknir sýknun.[1]

Lík Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist.

Mannshvörf

Guðmundur Einarsson

Guðmundur var 18 ára verkamaður sem hafði farið með félögum sínum á dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardagskvöldið 26. janúar 1974. Hann varð viðskila við vini sína og sást síðast til hans ásamt öðrum manni á götu í Hafnarfirði þar sem þeir reyndu að húkka sér far. Talið var að hann væri með Kristjáni Viðari Viðarssyni, skólafélaga sínum. Ekki sást aftur til Guðmundar.

Geirfinnur Einarsson

Nokkrum mánuðum síðar, þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, hverfur annar maður, Geirfinnur Einarsson (f. 1955). Guðmundur og Geirfinnur voru ekki skyldir, þrátt fyrir að hafa sama föðurnafn. Geirfinnur starfaði við byggingarvinnu og bjó í Keflavík.

Hvarf Geirfinns þótti afar dularfullt. Kvöldið sem hann hvarf hringdi ókunnur maður í hann og mælti sér mót við hann í Hafnarbúðinni í Keflavík. Eftir lýsingum vitna á ókunna manninum var gerð leirstytta, sem í hálfkæringi var kölluð „Leirfinnur“.

Sakborningar

Hópur ungmenna var hnepptur í gæsluvarðhald í Síðumúlafangelsinu vegna hvarfa þeirra Guðmundar og Geirfinns og svokallaðs póstsvikamáls. Þau bentu á fjóra þekkta menn sem flestir tengdust skemmtistaðnum Klúbbnum. Voru þeir allir hnepptir í gæsluvarðhald og hafðir í haldi svo mánuðum skipti.

Lokastig rannsóknar

Þýskur rannsóknarforingi á eftirlaunum, Karl Schütz, var fenginn til að stýra rannsókn málsins sem þá var í miklum hnút. Ekki verður séð hvers vegna óupplýst mannshvörf hér á landi gátu talist verðugt verkefni fyrir þýskan lögreglumann á eftirlaunum sem einkum hefur sérhæft sig í málum er varða öryggi ríkisins, en eftir að dómur var fallinn hér á Íslandi í málinu lýsti hann því yfir að meðferð sakborninga hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni [heimild vantar]. Í janúar 1977 lauk svo rannsókn Karl Schütz eftir sviðsetningu atburða við Dráttarbrautina í Keflavík en þar töldu rannsóknarlögreglumenn að Geirfinni hefði verið ráðinn bani. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst ekki lík Geirfinns.

Dómur í Hæstarétti

Dómur féll í Hæstarétti árið 1980. Ungmennin voru fundin sek og dæmd til fangelsisvistar. Geirfinnsmálið hefur verið í umræðu í þjóðfélaginu í a.m.k. tvo áratugi en algjör skortur var á sönnunargögnum fyrir utan játningar sakborninga, sem þau hafa öll dregið til baka og hefur umræðan síðustu ár snúist um rannsóknaraðferðir lögreglu og meint harðræði við rannsókn málsins.

Endurupptaka Geirfinnsmálsins

Einn sakborninga, Sævar Ciesielski, reyndi að fá málið tekið upp að nýju árið 1996, en án árangurs. Í umræðu um réttarfarsdómstól á Alþingi hinn 6. október 1998 kom Davíð Oddsson mörgum á óvart er hann hvatti til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Við það tækifæri sagði hann m.a.:

„Ég segi það fyrir mig persónulega að mér urðu mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki séð sig geta haft lagaskilyrði til að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Ég hef fyrir mitt leyti kynnt mér þetta mál rækilega í gegnum tíðina og tel að þar hafi mönnum orðið á í messu í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum málsins. Ég held að það hefði verið mjög sársaukafullt fyrir íslenska dómstólakerfið, þá hefði það verið gott og nauðsynlegt, hundahreinsun fyrir okkur ef nota má það óvirðulegt orð, að fara í gegnum það mál allt og með hvaða hætti það var unnið. Þeir sem hafa kynnt sér það mál rækilega geta ekki annað en sagt að þar var víða pottur brotinn.“ Davíð lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Það var ekki aðeins eitt dómsmorð framið á allri þessari vegferð, þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það.“

Guðmundar- og Geirfinnsmálið var tekið upp á ný af hæstarétti Íslands árið 2018. Þann 27. september sama ár voru allir hinir dómteknu í málinu sýknaðir.[2] Daginn eftir bað Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi sakborningana afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.[3]

Tengt efni

Heimild

  • „Mál 214: Vefur um Geirfinnsmálið“. Sótt 1. mars 2006.
  • Vefur Hæstaréttar Íslands
  • Eftirmáli við endurupptökubeiðni Sævars Ciesielskis

Tenglar

Erlendir tenglar

Tilvísanir

  1. https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=34b0664d-10ee-4f6d-917e-67ed04c3bc5c
  2. Sunna Kristín Hilmarsdóttir (27. september 2018). „Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum“. Vísir.is. Sótt 27. september 2018.
  3. „Katrín biður fyrr­ver­andi sak­born­inga af­sök­un­ar“. mbl.is. 28. september 2018. Sótt 30. september 2018.