Munur á milli breytinga „Hrekkjavaka“

Jump to navigation Jump to search
Engin breyting á stærð ,  fyrir 8 árum
Menn töldu tímann í vetrum og [[nótt]]um fremur en í [[Ár|árum]] og [[Dagur (tímatal)|dögum]] áður fyrr. Veturinn, eins og nóttin, var talin koma fyrst; mánaðamót [[október]] og [[nóvember]] var því tími vetrarbyrjunar, og þar með [[nýár]]s. Sambærilegar hátíðir við ''Samhain'' á Írlandi og Skotlandi var til dæmis hátíðin [[veturnætur]] á [[Ísland]]i til forna sem haldin var í lok október og þá var einnig haldið [[dísablót]] (''disting'') á [[Norðurlönd]]um á þessum sama tíma.
 
Upphaf vetrar og árs er það sem kallað er ''liminal tímabil'', einskonar millibilsástand sem ríkir á tímum mikilla umskipta. Þá geta menn jafnvel skynjað handanheima; eða séð handanheimsverur, og geta spáð í framtíðina. Andar voru taldir vera á kreiki á Samhain, mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru talin óljós þetta kvöld og [[Draugur|draugar]], [[norn]]ir og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þærþeim. Sambærilega trú um svona ''liminal tímabil'' má finna bæði tengda jólanótt og nýársnótt á Íslandi sem dæmi.
 
== Hefðir ==
Óskráður notandi

Leiðsagnarval