Fara í innihald

Kattaflétta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kattaflétta

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Actinidiaceae
Ættkvísl: Actinidia
Tegund:
A. kolomikta

Tvínefni
Actinidia kolomikta
(Rupr. et Maxim.) Maxim.
Samheiti
  • Actinidia maloides H.L.Li
  • Actinidia gagnepainii Nakai
  • Actinidia longicauda F.Chun
  • Kalomikta mandshurica Regel
  • Prunus kolomikta Maxim. & Rupr.
  • Trochostigma kolomikta (Maxim. & Rupr.) Rupr.

Kattaflétta (fræðiheiti: Actinidia kolomikta)[1] er klifurjurt ættuð frá tempruð tempruðum blandskógum í Austur-Rússlandi, Kóreu, Japan og Kína (Austur-Asíu svæðið).[2]

Kattaflétta er langlíf, lauffellandi klifurjurt (eða jarðlæg) sem getur orðið 8 til 10 m löng við bestu skilyrði. Blöðin eru mjög skrautleg og aðalskraut plöntunnar, hvít, bleik og græn, sérstaklega á karlkyns plöntum og í góðri birtu (sól). Hvít blómin koma úr blaðöxlum, fremur lítil og lítt áberandi, ilmandi. Berin gulgræn, vel æt og innihalda mikið af C vítamíni.[3] Hún er harðgerðasta tegund ættkvíslarinnar Actinidia, og þolir niður að -40 °C á veturna, en er nokkuð viðkvæm fyrir frostskemmdum síðla vors (mið-Evrópu).

Actinidia kolomikta er skrautplanta fyrir garða og innanhúss. Henni var safnað af Charles Maries í Sapporo, á Hokkaido í norður Japan 1878, og sendi hann til styrktaraðila sinna Veitch Nurseries, sem kynntu tegundina til ræktunar á vesturlöndum.[4]

Actinidia kolomikta er ræktuð á kaldtempruðum svæðum sem skrautplanta, ekki síst vegna áberandi mislitra blaðanna (hvítir og bleikir flekkir), en einnig vegna berjanna sem eru tiltölulega smá (2-5 g). Það er fjöldi nefndra klóna í ræktun vegna berjanna í Rússlandi og Póllandi. Plönturnar eru einkynja svo að yfirleitt þurfa þær að hafa karl nálægt til að gefa af sér. Einhverjir klónar eru þó tvíkynja og sjálffrjóvgandi (t.d. 'Крупноплодная').[5]

Plantan hefur mikið aðdráttarafl á ketti, meir en kattamynta eða garðabrúða og geta þeir stórskemmt ungar plöntur. Í upphafi ræktunar í Boston fann einn garðyrkjumaðurinn allar smáplönturnar nagaðar niður að rót í gróðurhúsin,en það kom svo í ljós að köttur bar ábyrgðina á skemmdarverkunum.[4]

Kolomikta er almennt heiti á tegundinni í Amur í austur Rússlandi, og er líklega vísun í fjölbreyttra lita blaðanna.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 338. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. maí 2017. Sótt 25. janúar 2016 – gegnum Korea Forest Service.
  2. Li, Jianqiang; Li, Xinwei; Soejarto, D. Doel. "Actinidia kolomikta". Flora of China. 12. Retrieved 2013-11-18 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  3. Kattaflétta Geymt 11 ágúst 2020 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar
  4. 4,0 4,1 Alice M. Coats, Garden Shrubs and Their History (1964) 1992, s.v. "Actinidia".
  5. Криулев Ю. П. Актинидия в средней полосе // Волшебная грядка : газета. — 2009. — № 13.
  6. Gledhill, David (2008). The Names of Plants. Cambridge University Press. bls. 35, 225. ISBN 9780521866453.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.