Kastalinn í Mannheim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Miðhluti kastalans í Mannheim

Kastalinn í Mannheim var reistur sem aðsetur kjörfurstanna á 18. öld. Hann er næststærsti barokkkastali Evrópu, á eftir Versölum í Frakklandi.

Saga kastalans[breyta | breyta frumkóða]

Teikning af kastalasamstæðunni

Byggingasaga[breyta | breyta frumkóða]

Í apríl 1720 ákvað kjörfurstinn Karl Philipp að setjast að í Mannheim og láta reisa þar nýjan kastala í barokkstíl. Fyrstu álmurnar voru 11 ár í byggingu og voru vígðar 1731. Þá flutti kjörfurstinn inn, en fram að þessu hafði hann haft aðsetur sitt í Heidelberg. Í kastalanum var kapella og þar var eiginkona Karls Philipps lögð til grafar 1734. Árið 1737 var hafist handa við að reisa fleiri álmur. Þær framkvæmdir stóðu til 1742. Álmurnar voru teknar í notkun með vígslu óperusalarins, en sama dag var þar haldin giftingarveisla fyrir kjörfurstann Karl Theodor. Seinna það ár dó hann hins vegar og var einnig lagður til hvildar í hallarkapellunni. Árið 1751 var aftur hafist handa við að reisa fleiri álmur og stóðu framkvæmdir að þessu sinni í níu ár. Í nýju álmunum var innréttað lista- og náttúfræðisafn, fjárhirslur, bókasafn og skjalasafn. Nýju álmurnar voru vígðar 1760 og var þá kastalasamstæðan öll orðin meðal stærstu í Evrópu. Ef tekinn er barokkstíllinn eingöngu, var kastalinn sá næststærsti í Evrópu, á eftir kastalasamstæðunni í Versölum. Við byggingu þriðju álmusamstæðunnar var þess því sérstaklega gætt að hafa fleiri glugga en í Versölum. Gluggarnir í kastalanum í Mannheim eru einum fleiri en í Versölum. Kjörfurstarnir stóðu fyrir margbreytilegri menningu í kastalanum. Þar voru listamenn eins og Goethe og Mozart vel séðir gestir.

Napoleontíminn[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1778 ákvað kjörfurstinn Karl Theodor að flytja aðsetur sitt til München þegar hann hlaut Bæjaraland að erfðum. Kastalinn var því ekki lengur í notkun, að öðru leyti en því að þjónar héldu honum við. Árið 1795 ruddist franskur byltingarher inn í landið. Þeir tóku kastalann og notuðu hann sem herstöð. Þegar austurrískur her náði að hrekja þá þaðan sama ár, urðu nokkrar skemmdir á kastalanum, þar á meðal brann óperusalurinn. Honum var þá breytt í fangelsi. Árið 1802 lést Karl Theodor og eignaðist þá landið Baden kastalann.

Heimstyrjöld og nýting í dag[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirlestrarsalur sem háskólinn í borginni notar

Loftárásir heimstyrjaldarinnar síðari nær gjöreyðilögðu kastalann. Fjarlægja átti rústirnar en 1947 var ákveðið að endurreisa að minnsta kosti eina álmu. Eftir það var næsta álma einnig endurreist, þar til kastalinn hafði allur verið endurbyggður. Því verki var þó ekki lokið fyrr en árið 2007. Hann er opinn almenningi. Stór hluti kastalans er notaður af háskólanum í borginni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist