Dönsku hertogadæmin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hertogadæmin)
Jump to navigation Jump to search

Dönsku hertogadæmin er hugtak sem var notað um Slésvík og Holtsetaland eftir 1474, þegar Holtsetaland varð hertogadæmi eins og Slésvík. Á árabilinu 1815-1864 náði hugtakið einnig yfir Láenborg.

Hertogadæmið Slésvík var danskt lén, en Holtsetaland og Láenborg voru þýsk lén. Konungur Danmerkur var því bæði hertogi og lénsherra í Slésvík, en sem hertogi (eða meðhertogi) í Holtsetalandi var hann lénsmaður Þýskalandskeisara.