Jerry Cantrell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jerry Cantrell.

Jerry Fulton Cantrell Jr. (fæddur 18. mars, 1966) er bandarískur tónlistarmaður og aðallagasmiður grugg-hljómsveitarinnar Alice in Chains. Á miðjum 9. áratugnum var Cantrell í hljómsveit sem hét Diamond Lie. Síðar hitti hann Layne Staley og gekk hann í hljómsveitina sem varð Alice 'N Chainz og síðar Alice in Chains. Eftir að hljómsveitin var óvirk um tíma eftir fíkniefnaneyslu og andlát söngvarans Staley gaf Cantrell út tvær sólóplötur. Cantrell telur meðal áhrifavalda í gítarleik: Ace Frehley, Tony Iommi, Angus Young, Jimmy Page, Glenn Tipton, K.K. Downing, David Gilmour og Eddie Van Halen. Cantrell á rokkbar sem heitir Dead Man's Hand í Las Vegas með gítarleikara Anthrax, Scott Ian.

Sólóskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Boggy Depot (1998)
  • Degradation Trip (2002)
  • Degradation Trip Volumes 1 & 2 (2002)
  • Brighten (2021)

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Jerry Cantrell“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. jan. 2017.