Japönsk ansjósa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Japönsk ansjósa
Engraulis japonicus 01.JPG
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN3.1)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Chordata
Flokkur: Actinopterygii
Ættbálkur: Clupeiformes
Ætt: Engraulidae
Ættkvísl: Engraulis
Tegund: Japanese anchovy
Tvínefni
Engraulis japonicus
Temminck & Schlegel, 1846
Samheiti
  • Atherina japonica Houttuyn, 1782
  • Engraulis capensis (non Gilchrist, 1913)
  • Engraulis japonica Temminck & Schlegel, 1846
  • Engraulis zollingeri Bleeker, 1849
  • Engraulus japonicus Temminck & Schlegel, 1846
  • Stolephorus celebicus Hardenberg, 1933
  • Stolephorus zollingeri (Bleeker, 1849)

Japönsk ansjósa (fræðiheiti: engraulis japonicus) er lítill sjávarfiskur af ætt ansjósa og er náskyld evrópsku ansjósunni. Hún er algeng í Vestur-Kyrrahafinu, Japanssjó, Kyrrahafsstrendur Japans og nær suður að Taívan en hefur einnig fundist í kringum Filippseyjar. Ansjósan verður um 14 cm löng og mest um 45g að þyngd og lifir að meðaltali í 3-4 ár en stærsta ansjósan sem veidd hefur verið var 18 cm löng.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Japanska ansjónan finnst í stórum torfum í nálægt yfirborði (frá 0-400m dýpi) en þó alveg upp að 1000km frá landi. Hún á það til að færa sig norðar og nær landi á vorin og sumrin. Ansjósan hrygnir allt árið í kring en með hápunkt á vetruna og byrjun vors við suðurhluta Japans og á vorin og haustin í Kyrrahafinu við Japan að norðurhluta Taívan, aðallega á öðru ári lífs sín. Eggin klekjast út eftir 30 klst við 20-25°C en eftir 48 klst við 18°C.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Það er auðvelt að greina japönsku og evrópsku anjsósuna frá öðrum ansjósu tegundum með þeirra djúft klofna munni, vinkill gapans er á bak við augun og oddhvasst trýnið nær út fyrir kjálka. Fiskurinn lýkist brislingi í að hafa kvísllaga sporð og einn bakugga, en búkurinn er hringlóttur og mjór. Hann er grænblár á litinn á bakinu og með silfurlitaða línu alveg frá neðsta ugga.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Aðalfæða fiskanna eru ýmis dýrasvif, en einnig lítil krabbadýr, lindýr, egg fiska, lirfur og kísilþörungar.

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Ansjósan hefur verið veidd í atvinnuskyni í Japan frá 10 öld, hún var mikið veidd frá 1890-1912, var sveiflukennd til 1930 og fór síðan niður á við með stöku sveiflum til 1990 en hefur verið mikið veidd síðan þá. Árið 2011 var heimsaflinn rétt rúmlega 1.300.000 tonn og hafa aðeins 4 lönd veitt fiskinn en það er Kína, Japan, Suður Kórea og Taiwan þar sem Kínverjar eru langstærstir. Fiskurinn hefur aðallega verið veiddur með hringnót (60%) og dragnót í gegnum árin. Stofninn er talinn hafa verið ofveiddur síðustu ár en heldur sér vel samt sem áður.

Markaðir og afurðir[breyta | breyta frumkóða]

Algengasta aðferðin við matreiðsu á ansjósum er að slægja þær og salta í saltvatni, en þær eru einnig þurrkaðar og notaðar í ýsmar sósur og krydd í ýmsum löndum. Stærstu markaðirnir eru í suðaustur Asíu, Morocco, Indónesíu og einnig lítillega í Evrópu.

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist