Áfangar
Útlit
Áfangar er ljóð eftir Jón Helgason, ellefu erindi, og birtist fyrst í annarri útgáfu ljóðabókarinnar Úr landsuðri árið 1948. Í hverju erindi lýsir höfundur einum stað á landinu í kjarnmiklu ljóðmáli: Kili, Þúfubjargi, Dritvík, Helgafelli, Látrabjargi, Hornströndum, Ólafsfjarðarmúla, Köldukvísl, Herðubreiðarlindum, Lakagígum og Lómagnúpi.
Halldór Laxness taldi að Jón hefði með „Áföngum“ komist næst því á 20. öld að yrkja kvæði, sem megi skipta á milligjafarlaust og Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar.
Ljóðið hefst á orðunum:
- Liðið er hátt á aðra öld;
- enn mun þó reimt á Kili,