Fara í innihald

Jón Eyþórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 23. desember 2008 kl. 23:32 eftir SpillingBot (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. desember 2008 kl. 23:32 eftir SpillingBot (spjall | framlög) (bot: Retter lenke til peker: Húnavatnssýsla - Endret lenke(r) til Austur-Húnavatnssýsla)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Jón Pétur Eyþórsson (fæddur á Þingeyrum í Húnavatnssýslu 27. janúar 1895, dáinn 6. mars 1968) var íslenskur veðurfræðingur. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1917. Lauk fyrrihlutaprófi í náttúrufræðum í Kaupmannahöfn 1919 og cand.mag frá Oslóarháskóla 1923. Stundaði nám í veðurfræði við Geofysisk Institutt í Bergen 1921-1926. Fulltrúi á Veðurstofu Íslands frá 1926 og síðar deildarstjóri á veðurstofunni á Reykjavíkurflugvelli 1953-1965. Forseti Ferðafélags Íslands (með hléum) frá 1935 til 1961. Formaður Jöklarannsóknafélags Íslands í mörg ár frá 1950.