Jón Daði Böðvarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Daði Böðvarsson
Upplýsingar
Fullt nafn Jón Daði Böðvarsson
Fæðingardagur 25. maí 1992
Fæðingarstaður    Selfoss, Ísland
Hæð 1.90cm
Leikstaða Framherji/Vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Fáni Englands Bolton Wanderers
Númer 15
Yngriflokkaferill
Fáni Íslands Selfoss
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008-2012 Fáni Íslands Selfoss 80 (18)
2013-2015 Fáni Noregs Viking FK 81 (15)
2016 Fáni Þýskalands 1. FC Kaiserslautern 9 (2)
2016-2017 Wolverhampton Wanderers 42 (3)
2017-2019 Reading F.C. 53 (14)
2019-2022 Millwall F.C. 65 (5)
2022- Bolton Wanderers 40 (10)
Landsliðsferill2
2009-10
2011-14
2012-
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
7 (1)
12 (2)
61 (4)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært mars 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
2022.

Jón Daði Böðvarsson (f. 25. maí 1992) er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar fyrir enska liðið Bolton Wanderers.

Jón hóf knattspyrnuferilinn sinn hjá uppeldisfélagi sínu UMF Selfoss þaðan hélt hann svo til norska liðsins Viking FK árið 2013. Hann var hluti af íslenska A-landsliðinu sem vann sér sæti á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2016 í fyrsta skipti í sögu karlalandsliðsins. Hann er barnabarn skáldsins Þorsteins frá Hamri.

Knattspyrnuferill[breyta | breyta frumkóða]

2008-12: Selfoss[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti leikur Jóns Daða fyrir meistaraflokkslið UMF Selfoss var þann 2. júní 2008 í 4-1 bikarsigri á Skallagrími. Jón Daði, sem þá var aðeins 16 ára, kom inn á sem varamaður á 52. mínútu.[1]

2017-2019: Reading FC[breyta | breyta frumkóða]

Sumarið 2017 fór Jón til Reading frá Wolverhampton Wanderers. Hann skoraði sína fyrstu þrennu í bikarleik í janúar 2018. Jón varð markahæstur fyrir liðið tímabilið 2017-2018.

Millwall[breyta | breyta frumkóða]

Sumarið 2019 gekk Jón Daði til liðs við Millwall FC í Austur-Lundúnum. Hann var settur út úr liðinu 2021-2022 hjá nýjum þjálfara og yfirgaf félagið.

Bolton Wanderers[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar 2022 gekk Jón til liðs við Bolton Wanderers.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „VISA-bikar karla Skallagrímur 1-4 Selfoss“. KSÍ. Sótt 7. apríl 2016.