Jóladagatal Sjónvarpsins
Útlit
Jóladagatal Sjónvarpsins er árlegur viðburður í íslensku sjónvarpi þar sem taldir eru niður dagarnir til jóla í formi sjónvarpsþátta. RÚV sýndi fyrst jóladagatalið Jólin Nálgast í Kærabæ árið 1988. Árið 1989 var ekkert jóladagatal á dagskrá RÚV en allar götur síðan 1990 hefur jóladagatal verið árviss viðburður. RÚV hefur framleitt níu þessara dagatala að meðtöldu Jólin nálgast í Kærabæ en einnig sýnt jóladagatöl frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Íslensku Jóladagatölin
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Höfundur | Endursýnt |
---|---|---|---|
1988 | Jólin nálgast í Kærabæ | Iðunn Steinsdóttir | Nei |
1990 | Á baðkari til Betlehem | Sigurður G. Valgeirsson & Sveinbjörn I. Baldvinsson | Já (1995, 2004) |
1991 | Stjörnustrákur[1] | Sigrún Eldjárn | Já (1998, 2006) |
1992 | Tveir á báti[2] | Kristín Atladóttir | Já (2000) |
1994 | Jól á leið til jarðar[3] | Friðrik Erlingsson & Sigurður Örn Brynjólfsson | Já (1999, 2007) |
1996 | Hvar er Völundur?[4] | Þorvaldur Þorsteinsson | Já (2002, 2012, 2018) |
1997 | Klængur sniðugi[5] | Davíð Þór Jónsson & Steinn Ármann Magnússon | Já (2003,2009) |
2005 | Töfrakúlan[6] | Jóhann G. Jóhannsson & Þóra Sigurðardóttir | Nei |
2008 | Jólaævintýri Dýrmundar | Davíð Þór Jónsson, Halldór Gylfason & Þorkell Heiðarsson | Nei |
2022 | Randalín og Mundi: Dagar í desember[7] | Nei |
Erlend dagatöl í íslensku sjónvarpi
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titill | Höfundur | Uppruna-land |
---|---|---|---|
1993 | Jul i Mumindalen[8] | Tove Jansson & Lars Jansson | Svíþjóð |
2001 | Leyndardómar jólasveinsins (Weihnachtsmann & Co. KG)[9] | Þýskaland | |
2010
(E:2020) |
Jól í Snædal (Jul i Svingen) | Kjetil Indregard | Noregur |
2011 (E:2016) | Pagten | Maya Ilsøe | Danmörk |
2013
(E:2019) |
Jólakóngurinn (Julkongen) | Lars Gudmestad & Harald Rosenløw Eeg. | Noregur |
2014 | Jesú og Jósefína (Jesus og Josefine) | Bo Hr. Hansen & Nikolaj Scherfig | Danmörk |
2015 | Tímaflakkið (Tidsrejsen)
(E:2023) |
DR, Poul Berg & Kaspar Munk | Danmörk |
2017 | Snæholt (Snøfall) | Hege Waagbø | Noregur |
2021 | Saga Selmu (Selmas saga) | Per Simonsson & Stefan Roos | Svíþjóð |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Jólaævintýri Sigrúnar Eldjárns“. Þjóðviljinn. 7. desember 1991. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ „Ekki upphaf að rithöfundaferli [sic]“. Morgunblaðið. 10. desember 1992. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ „Brúðumyndin kemur til Íslands“. Morgunblaðið. 24. nóvember 1994. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ „Jóladagatal Sjónvarpsins“. Morgunblaðið. 1. desember 1996. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ „Hver er Klængur sniðugi?“. Morgunblaðið. 3. desember 1997. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ „Bjarga jólunum frá öfundsjúkum töfrakarli“. Fréttablaðið. 27. nóvember 2005. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ Mariash; annalth (17. nóvember 2022). „Uppátækjasamir krakkar í nýju jóladagatali RÚV“. RÚV. Sótt 25. nóvember 2022.
- ↑ „Dagskrá“. Morgunblaðið. 2. desember 1993. Sótt 15 Feb 2011.
- ↑ „Dagskrá“. Fréttablaðið. 12. desember 2001. Sótt 15 Feb 2011.