Fara í innihald

Sigrún Eldjárn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigrún Eldjárn (fædd 3. maí 1954) er íslensk myndlistarkona og barnabókarithöfundur. Hún hefur unnið margar bækur í samvinnu við bróður sinn, ljóðskáldið Þórarin Eldjárn.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Sigrún er dóttir Kristjáns Eldjárn, forseta Íslands frá 1968–1980, og eiginkonu hans, Halldóru Eldjárn. Hún lærði við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur starfað sem myndlistarmaður frá 1978.[1]

Hún hefur gefið út margar barnabækur sem hún hefur sjálf myndskreytt, en hefur líka myndskreytt bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur, bróður sinn Þórarin Eldjárn og fleiri.

Hún hefur þrisvar hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna og H.C. Andersen verðlaunanna. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2018 í flokki barnabóka fyrir bók sína Silfurlykillinn.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

 • 1980 – Allt í plati
 • 1981 – Gleymmérei
 • 1981 – Eins og í sögu
 • 1983 – Langafi drullumallar
 • 1984 – Langafi prakkari
 • 1986 – Bétveir - Bétveir
 • 1987 – Kuggur og fleiri fyrirbæri
 • 1988 – Kuggur til sjávar og sveita
 • 1989 – Kuggur, Mosi og mæðgurnar
 • 1990 – Axlabönd og bláberjasaft
 • 1991 – Stjörnustrákur
 • 1992 – Sól skín á krakka
 • 1993 – Beinagrindin
 • 1994 – Talnakver
 • 1994 – Syngjandi beinagrind
 • 1995 – Skordýraþjónusta Málfríðar
 • 1996 – Beinagrind með gúmmíhanska
 • 1997 – Kynlegur kvistur á grænni grein
 • 1998 – Línuteikning og leikur: Greinar eftir höfund
 • 1998 – Teitur tímaflakkari
 • 1998 – Málfríður og tölvuskrímslið
 • 1999 – Að skrifa barnabækur: Greinar eftir höfund
 • 1999 – Teitur í heimi gulu dýranna
 • 2000 – Drekastappan
 • 2001 – Geimeðlueggin
 • 2002 – Draugasúpan
 • 2003 – Týndu augun
 • 2004 – Kuggur: Nýir vinir, Kuggur: Geimferð, Kuggur: Í sveitinni, Kuggur: Prinsinn og drekinn
 • 2004 – Frosnu tærnar
 • 2005 – Steinhjartað
 • 2005 – Kuggur: Þorrablót
 • 2005 – Jólaleg jól
 • 2006 – Eyja gullormsins
 • 2006 – Gula sendibréfið
 • 2006 – Stanleyhamarsheimt
 • 2007 – Eyja glerfisksins
 • 2007 – Gælur, fælur og þvælur
 • 2008 – Kuggur: Gleðilegt sumar!
 • 2008 – Eyja Sólfuglsins
 • 2008 – Kuggur: Draugagangur
 • 2009 – Finnur finnur rúsínu
 • 2009 – Kuggur: Útilega, Kuggur: Blómkál
 • 2010 – Forngripasafnið
 • 2011 – Náttúrugripasafnið
 • 2012 – Jólakrakkar
 • 2012 – Listasafnið
 • 2013 – Strokubörnin á Skuggaskeri
 • 2014 – Draugagangur á Skuggaskeri
 • 2014 – Fuglaþrugl og naflakrafl
 • 2015 – Leyniturninn á Skuggaskeri
 • 2018 – Silfurlykillinn
 • 2019 - Sigurfljóð í grænum hvelli
 • 2019 - Kopareggið
 • 2020 - Gullfossinn

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Skáld.is. „Sigrún Eldjárn“.