Jóhann Magnús Bjarnason
Útlit
Jóhann Magnús Bjarnason (24. maí 1866 – 8. september 1945) var íslenskur rithöfundur, skáld og kennari í Kanada.
Jóhann var fæddur að Meðalnesi í Norður-Múlasýslu, en fluttist vestur um haf árið 1875. Hann dvaldist æskuár sín Markland, Halifaxfylki, í Nova Scotia. Æskuár hans urðu honum sú uppspretta sem hann notaði sér síðar meir þegar hann skrifaði fyrstu skáldsögu sína, Eiríkur Hansson (1899-1903). Þegar nýlendan í Markland leið undir lok árið 1882 fluttist hann til Winnipeg og þaðan til Nýja Íslands (New Iceland). Þar var hann lengi kennari. Hann skrifaði síðan meðfram kennslustörfum Brazilíufaranna (1905-1908) og Í Rauðárdalnum (1914-1922) ásamt fjölda smásagna, greina og ljóða.
Skáldsögur og smásagnasöfn
[breyta | breyta frumkóða]- Eiríkur Hansson (útg. 1899)
- Brasilíufararnir (útg. 1905-1908)
- Vornætur á Elgsheiðum. Sögur frá Nýja Skotlandi (útg. 1910)
- Í Rauðárdalnum (1914-1922)
- Haustkvöld við hafið (Sögur) (útg. 1928)
- Karl litli: saga frá Draumamörk (Barnabók) (útg. 1935)
- Dagbók vesturfara (útg. 2011)