Jóhann J.E. Kúld
Jóhann J.E. Kúld (31. desember 1902-7. október 1984) var íslenskur sjómaður og rithöfundur sem hvað þekktastur er fyrir bækurnar Íshafsævintýri og Svífðu seglum þöndum.
Jóhann var fæddur að Ökrum í Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Sigríður Jóhannesdóttir og Eiríkur Kúld Jónsson er þar bjuggu. Jóhann var næst elstur sex syskina. Að loknu barnaskólaprófi 1921 var hann tvo vetur við nám undir menntaskóla hjá Þorleifi Erlendssyni kennara, en í menntaskóla fór hann þó aldrei. Hann gerðist síðar sjómaður, stundaði sjómennsku í Noregi 1923 til 1925 og fluttist þá til Akureyrar og átti þar heima til 1941 að hann fluttist til Reykjavíkur. Á Akureyri var Jóhann lengst af sjómaður, en varð berklaveikinni að bráð og tók það hann átta ár að sigrast á veikindum sínum. Hann var einn af stofnendum Sjómannafélags Norðurlands 1928 og vann mikið að stofnun Sambands íslenskra berklasjúklinga síðustu árin á Kristneshæli. Á þessum árum las hann mikið og þá komu út fyrstu bækur hans.