Idol
Idol (einnig þekkt sem SuperStar í sumum löndum) er alþjóðlegt vörumerki á raunveruleikasjónvarpsþáttum og sjónvarpssöngvakeppni. Þættirnir voru búnir til af breska sjónvarpsframleiðandanum Simon Fuller og framleiddir af Fremantle. Þættirnir voru frumsýndir 6. október 2001 í Brelandi með Pop Idol þáttunum á ITV.
Í kjölfarið urðu til Idols þættirnir í Suður-Afríku árið 2002. Síðan þá hafa þættirnir verið gerðir á meira en 56 svæðum um allan heim og verið sýndir í 150 löndum, meðal annars American Idol í Bandaríkjunum. Vörumerkið hefur aflað meira en 2,5 milljarða bandaríkjadala í tekjur.
Íslenska útgáfan af Idol hét fyrst Idol stjörnuleit og var sýnd árin 2003-2009 á Stöð 2. Þættirnir sneru aftur á Íslandi árið 2022 og hétu þá einungis Idol.