Árni Hallvarðsson
Útlit
Árni Hallvarðsson (1712-1748) var prestur á Suðurnesjum. Foreldrar hans voru Hallvarður Ingimundarson í Gerðum í Garði og Þórdís Halldórsdóttir frá Keflavík. Hann varð stúdent frá Skálholtsskóla 1739 en var á sumrum hjá Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni á Reykjum í Ölfusi. Hann var prestur á Hvalsnesi frá 1742 til dauðadags.
Sagt er að séra Árni hafi bannað vikivaka og jólaskemmtanir þær sem haldnar voru á Flankastöðum og að honum hafi hefnst fyrir það er hann drukknaði í embættisferð að Kirkjuvogi þann 31. mars 1748.