Fara í innihald

Sitkabastarður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sitkabastarður
Hvítsitkagreni
Hvítsitkagreni
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. x lutzii

Tvínefni
Picea x lutzii
Little

Sitkabastarður eða hvítsitkagreni (fræðiheiti Picea x lutzii) er sígrænt barrtré sem er blendingur á milli sitkagrenis (Picea sitchensis) og hvítgrenis (Picea glauca). Blöndunin á sér stað þar tegundirnar vaxa í námunda hvor við aðra frá norðlægum svæðum í Bresku Kólumbíu til Kenaiskaga í Alaska. Það líkist oft hvítgreni og hefur stuttar og mjúkar nálar og er ekki eins stórgert og sitkagreni. Sitkabastarður er hraðvaxta og frostþolið og þolir lágan sumarhita.