Mackenziefljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vatnasvið Mackenziefljóts.
Mackenziefljót.

Mackenziefljót er stærsta og lengsta fljót Kanada. Það rennur yfir 1700 kílómetra um afskekkt svæði barrskóga og túndru í Norðvesturhéruðunum. Upptök þess eru í Stóra-Þrælavatni og það rennur til sjávar í Beauforthafi. Vatnasviðið nær yfir 1.800.000 ferkílómetra eða um 20% af Kanada. Mackenziefljót er notað sem samgönguæð á sumrin.

Fljótið er nefnt eftir skoska landkönnuðinum Alexander Mackenzie sem ferðaðist um fljótið árið 1789 í þeirri von að finna leið til Kyrrahafs.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mackenzie River“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. maí 2016.