Fara í innihald

Brúarhlöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúarhlöð
Brúarhlöð

Brúarhlöð kallast gljúfur í Hvítá í Árnessýslu sem nær frá brúarstæði vegar 30 yfir ánna og niður að Haukholtum í Hrunamannanhreppi. Þar hefur Hvítá grafið farveg sinn í þursaberg og í því eru ýmsar klettamyndanir og skessukatlar. Í ánni eru meðal annar tveir háir drangar sem kallast Karl og Kerling. Gljúfrið er allt kjarri vaxið.

Brúin yfir Brúarhlöð var fyrst byggð árið 1906 en hana tók af í vetrarflóðum árið 1929 og aftur árið eftir. Brúin sem stendur þar í dag var síðust löguð 1959 og var þá hækkuð.

Fyrir ofan Brúarhlöð eru bakkarnir lægri og þar hefur verið stundað að hefja flúðasiglingar niður gljúfrin.

  • Vegahandbókin. Ferðahandbókin þín. Landmælingar Íslands og Vegahandbókin. 2014, bls. 173