Fara í innihald

Kerlingarfjöll

Hnit: 64°39′N 19°15′V / 64.65°N 19.25°V / 64.65; -19.25
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kerlingarfjöll
Hæð1.477 metri
LandÍsland
SveitarfélagHrunamannahreppur
Map
Hnit64°39′N 19°15′V / 64.65°N 19.25°V / 64.65; -19.25
breyta upplýsingum

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Hveradalir eru aðalhverasvæðið þar. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum en Skíðaskóli var stofnaður þar árið 1961.[1] Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1488 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir móbergsdranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Árið 2020 voru fjöllin og svæði umhverfis friðlýst, 344 ferkílómetrar. [2] Árið 2023 opnaði þar hótel og var aðstaða bætt. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. kerlingarfjoll.is
  2. Kerlingarfjöll friðlýst Rúv, skoðað 10/8 2020
  3. 29 milljarða króna framkvæmdir í Kerlingarfjöllum Rúv, sótt 29/5 2023