Hvítárvatn
Útlit
Hvítárvatn er stöðuvatn í Árnesþingi undir Langjökli en þar á Hvítá upptök sín sem vatnið tekur nafn sitt af. Í Hvítárvatn skríður Norðurjökull Langjökuls sem gerir það að verkum að vatnið er mjög jökullitað. Hvítárvatn er 30 km² og mesta dýpt þess er 84 metrar. Frá Gullfossi eru 45 kílómetrar að Hvítárvatni. Fúlakvísl rennur í Hvítárvatn.