Rauðhumla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Rauðhumla
Bombus Bumblebee (Bestoevning).jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Ætt: Hunangsfluguætt eða býflugnaætt (Apidae)
Ættkvísl: Humlur (Bombus)
Undirættkvísl: Pyrobombus
Tegund:
B. hypnorum

Tvínefni
Bombus hypnorum
Linnaeus, 1758

Rauðhumla (fræðiheiti: Bombus hypnorum) er býflugnategund sem er dreifð um alla Evrópu og hluta af Austur-Asíu.[1] Kjörlendi rauðhumlu eru húsagarðar með miklum fjölda blómplantna.

Bombus hypnorum-a.jpg

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Rauðhumlan er smávaxnari en húshumla en stærri en móhumla. Hún er lík ryðhumlu. Rauðhumla er svört nema bakið á frambol er einlitt og ryðrautt. Afturendi rauðhumlunnar er hvítur.

Rauðhumla á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Rauðhumlan er nýr landnemi á Íslandi og hefur sést í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík.[2] Rauðhumla sást fyrst á Íslandi 19. ágúst 2008. Önnur sást ári síðar. Vorið 2010 sáust bæði rauðhumlur og ryðhumlur.

Rauðhumla er frábrugðin þeim býflugnategundum sem fyrir voru á Íslandi, þær voru allar gul- og svartröndóttar með hvítan afturenda.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]