Fara í innihald

Rauðhumla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðhumla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Ætt: Hunangsfluguætt eða býflugnaætt (Apidae)
Ættkvísl: Humlur (Bombus)
Undirættkvísl: Pyrobombus
Tegund:
B. hypnorum

Tvínefni
Bombus hypnorum
Linnaeus, 1758

Rauðhumla (fræðiheiti: Bombus hypnorum) er býflugnategund sem er dreifð um alla Evrópu og hluta af Austur-Asíu.[1] Kjörlendi rauðhumlu eru húsagarðar með miklum fjölda blómplantna.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Rauðhumlan er smávaxnari en húshumla en stærri en móhumla. Hún er lík ryðhumlu. Rauðhumla er svört nema bakið á frambol er einlitt og ryðrautt (afbrigði hennar sem er með alsvart bak er orðið algengara en hitt). Afturendi rauðhumlunnar er hvítur. Tungan er stutt svo blómtegundir með djúpan blómbotn nýtast henni illa.

Rauðhumla á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Rauðhumlan er nýr landnemi á Íslandi og hefur sést í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík.[2] Rauðhumla sást fyrst á Íslandi 19. ágúst 2008. Önnur sást ári síðar. Vorið 2010 sáust bæði rauðhumlur og ryðhumlur.

Rauðhumla er frábrugðin þeim býflugnategundum sem fyrir voru á Íslandi, þær voru allar gul- og svartröndóttar með hvítan afturenda.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]