Móhumla
Útlit
(Endurbeint frá Bombus jonellus)
Móhumla | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Móhumludruntur
| ||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
|
Móhumla (fræðiheiti: Bombus jonellus) er tegund af humlum, útbreidd og algeng um Evrópu og Norður-Asíu, sem og Norður-Ameríku.[1]
Hún er smávaxin í samanburði við aðrar humlutegundir, drottningin 16 mm og þernurnar og druntarnir 12 mm. Hún er svört með gulum röndum og hvítum afturenda.[2]
Hún er gamall íbúi á Íslandi, talin hafa komið með landnámsmönnum.[3] Hún hefur gengið undir ýmsum nöfnum; hunangsfluga, býfluga, villibýfluga, randafluga. Móhumla er nú notað til aðgreiningar frá öðum humlutegundum sem eru allar nýlegir landnemar hér.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Pierre Rasmont. „Bombus (Pyrobombus) jonellus (Kirby, 1802)“. Université de Mons. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 mars 2016. Sótt 31. desember 2012.
- ↑ Bombus jonellus - Bumble bee ID - Natural History Museum UK
- ↑ 3,0 3,1 Móhumla Geymt 22 janúar 2021 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Móhumla.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Bombus jonellus.