Fara í innihald

Hugo Grotius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Huig de Groot)
Hugo Grotius
Hugo Grotius - andlitsmynd frá 1631
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. apríl 1583
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 17. aldar
Skóli/hefðRökhyggja
Helstu ritverkDe Indis; Mare Liberum; De jure belli ac pacis
Helstu kenningarDe Indis; Mare Liberum; De jure belli ac pacis
Helstu viðfangsefniRéttarheimspeki, stjórnspeki, alþjóðastjórnmál

Hugo Grotius eða Huig de Groot eða Hugo de Groot (10. apríl 158328. ágúst 1645) var hollenskur lögfræðingur. Hann lagði ásamt Francisco de Vitoria grunn að alþjóðarétti sem byggist á náttúrurétti. Hann var einnig heimspekingur, leikskáld og ljóðskáld.

Grotius fæddist í Delft á tímum áttatíu ára stríðsins. Faðir hans var menntamaður og veitti syni sínum góða menntun í anda húmanismans og hugmynda Aristótelesar. Hann var undrabarn og komst inn í háskólann í Leiden þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Grotius útskrifaðist úr háskólanum 1598 og var þá boðið að fara með í opinbera sendiför til Frakklands. Þegar hinn fimmtán ára gamli Grotius fékk áheyrn hjá konungi þá hreifst Hinrik 4. Frakkakonungur mjög af gáfum hans og bað um að undrinu frá Hollandi skyldi haldið eftir í Frakklandi. Grotius dvaldi í Frakklandi um hríð en sneri til Hollands og varð lögfræðingur í Haag árið 1599 og síðan opinber sagnaritari hollenska ríkisins árið 1601. Hann hóf fyrst að skrifa skipulega um alþjóðalög árið 1604 þegar hann blandaðist í mál sem tengdust töku holleskra kaupmanna á portúgölsku skipi í Singapúrflóa.

De Indis og Mare Liberum

[breyta | breyta frumkóða]
Grotius 25 ára gamall. Mynd eftir Michiel Jansz van Mierevelt frá 1608.
Titilsíða úr höfuðriti Grotiusar.

Hollendingar stóðu í stríði við Spánverja og Portúgali þegar hlaðið kaupskip Santa Catarina var hertekið af kapteininum Jacob van Heemskerk árið 1603.

  • „Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?“. Vísindavefurinn.
  • Æviágrip úr Encyclopaedia Britannica, 1911[óvirkur tengill]
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Hugo Grotius
  • Ítarleg skrá um rit Grotiusar sem finna má í Peace Palace Library, Haag Geymt 16 maí 2011 í Wayback Machine
  • Heimildasíða um Grotius, með öðrum tenglum Geymt 15 maí 2008 í Wayback Machine

Textar á vefnum

[breyta | breyta frumkóða]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.