Return of the Shirt
„Return of the Shirt“ er fjórði þátturinn í 1. þáttaröð gamanþáttanna How I Met Your Mother. Þátturinn var fyrst sýndur 10. október 2005. Þátturinn á undan var „Sweet Taste of Liberty“ — næstur er „Okay Awesome“.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Í framtíðinni útskýrir Ted fyrir börnunum sínum að aðeins ein saga getur endað með „hamingjusöm til æviloka“ en hinar enda á því að einhver særist.
Ted fer í skyrtu sem hann hefur átt í sex ár en aldrei líkað við. Hann áttar sig á að smekkur hans hefur breyst. Hann hittir alla hina á barnum og áttar sig á að honum líkar við viskí, sem hann hélt að hann hataði. Hann ákveður að endurskoða allar þær stelpur semm hann hefur verið með og virtust ekki vera réttar á þeim tíma. Barney bendir á að það séu aðeins ein ástæða til að byrja með stelpu sem þú hefur verið með áður: brjóstastækkun. Ted hugsar til baka og hugsar hlýlega til þeirra stunda sem hann átti með Natalie en hann var ekki að leita að alvarlegu sambandi á þeim tímapunkti. Í fyrstu er Ted ekki viss um að hún muni eftir honum, en hún hefur ekki gleymt Ted og skellir á hann um leið þegar hann hringir. Þegar Lily talar við Ted um ástæðu þess að Natalie sé fúl út í hann, játar hann að hafa sagt henni upp á afmælisdaginn hennar, og til að gera það enn verra, gerði hann það með því að skilja eftir skilaboð á símsvaranum. Lily byrjar að lemja hann og segir að hann hefði ekki átt að hætta með henni á afmælisdaginn, hvað þá í gegnum síma. Strákarnir benda síðan á að það sé engin góð leið til að hætta með einhverri. Ted fer síðan heim til Natalie og biðst afsökunar á fyrri hegðun sinni og gefur henni stóran apa-bangsa sem afmælisgjöfina sem hann gaf henni aldrei. Natalie segir að það sé aðeins meira á bakvið reiði hennar; vinir hennar biðu eftir henni með óvænta veislu þegar Ted hringdi og skildi eftir skilaboðin. Ted biður hana að gefa honum annað tækifæri, bara til að fá sér kaffibolla með honum. Þau enda fljótlega í rúminu.
Ted og Natalie byrja aftur saman og eftir þrjár vikur virðist allt gagna vel. Vinum hans líkar vel við Natalie og þau eru sammála um að hún sé besta kærasta hans í mög ár. Ted segir að hann verði að hætta með henni, því að hann viti að hún sé ekki „sú eina rétta“. Kvöldið eftir fer Ted með Natalie út að borða og ætlar að gera það rétta og hætta með henni með því að tala við hana. Hún segir honum að hún eigi afmæli og það sé engin ástæða til að gefa henni afmælisgjöf, hann hafi gefið henni bestu gjöfina: hún getur treyst aftur. Hún segir að mamma hennar geti ekki beðið eftir því að hitta hann, en Ted getur ekki beðið lengur og segist vilja slíta sambandinu. Natalie verður bálreið og Ted reynir að vera hreinskilinn en það gerir bara allt verra. Hún krefst góðrar skýringar og þegar Ted getur ekki gefið henni fullnægjandi svar, notar hún það sem hún lærði í Krav Maga-tímum til að lúskra á Ted. Ted snýr aftur á barinn í sárum og er skyrtan sem byrjaði þetta allt saman, rifin. Hann ákveður að það sé í rauninni ekki til nein góð leið til að hætta með einhverjum. Ásamt þessari lífsreynslu, kemst sonur Ted að því að stelpa hafi lúskrað á pabba hans.
Barney reynir að fá Robin til að segja eða gera vafasama hluti í fréttunum fyrir peninga. Robin neitar í fyrstu en framkvæmir fyrstu þolraun Barneys þegar hún segir „nipple“ (geirvarta) í staðinn fyrir „nickle“ (smápeningur). Hún framkvæmir síðan aðra þolraunina, að segja „I'm a dirty, dirty girl“ við lok fréttar og rassskella sig. Þegar hún kemst að því að enginn, ekki einu sinni yfirmaðurinn, horfir á fréttirnar sem hún segir, hún ákveður að hún gæti allt eins framkvæmt þolraunirnar. Í þriðju þolrauninni frá Barney, tekur hún í brjóstin á sér í miðri frétt. Barney, setur upp þá fjórðu og fer á barinn og segir öllum að horfa á svolítið stórköstlegt. Robin ætlar að framkvæma þolraunina en hættir við á síðustu stundu. Þegar hún tekur viðtal við elsta hestvagnastjóra New York-borgar áttar hún sig á að starfið hennar er mikilvægt, þrátt fyrir að enginn sé að hofa. Hún stendur upp en rennur og lendir í hrúgu af hestaskít og blótar í miðri útsendingu. Barney finnst þetta betra en nokkuð sem hann hefði getað planað og allir á barnum voru að horfa með honum. Robin skammast sín mikið, sérstaklega þegar Ted segist hafa séð atvikið á netinu.
Framhald
[breyta | breyta frumkóða]- Robin segir seinna að það að detta í hrúgu af hestaskít sé það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir hana, í „Game Night“.
- Natalie verður nefnd einu sinni enn í þættinum „Rabbit or Duck“, sem ein af líklegum til að giftast Ted.
Endurtekningar sem kynntar eru í þættinum
[breyta | breyta frumkóða]- Einhver persóna slær aðra persónu fyrir að hafa hagað sér kjánalega.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Return of the Shirt“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.