Hot Chip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hot Chip
Hot Chip á tónleikum í Commodore Ballroom í Vancouver í Kanada
Hot Chip á tónleikum í Commodore Ballroom í Vancouver í Kanada
Upplýsingar
UppruniLondon, Englandi
Ár2000-núverandi
StefnurRafpopp
ÚtgefandiEMI
MeðlimirAlexis Taylor
Joe Goddard
Owen Clarke
Felix Martin
Al Doyle

Hot Chip er ensk rafpopp-hljómsveit sem var stofnuð árið 2000. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur og er sú fjórða í bígerð.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin var stofnuð árið 2000 en þeir Alexis Taylor og Joe Goddard höfðu áður unnið saman. Árið 2003 skrifuðu þeir undir plötusamning við Moshi Moshi-útgáfufyrirtækið en áður hafði sveitin gefið út efni sitt sjálfstætt. Fyrsta platan, „Coming on Strong“, kom út ári seinna og hafist var handa við plötugerð að nýju. Þá skarst útgáfufyrirtækið DFA Records í leikinn og gáfu út fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar seint á árinu 2005.

Árið eftir, 2006, kom út önnur breiðskífa Hot Chip, „The Warning“. Nú var sveitin komin á samning hjá EMI á Stóra-Bretlandi og hlaut nokkra hylli almennings sem og gagnrýnenda. Platan var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna sama ár[1] og hlaut titilinn breiðskífa ársins hjá Mixmag. Tvö lög komust inn á Topp-40 vinsældalistann; „Over and Over“, sem vermdi sæti í mars 2006, og „And I was a Boy from School“, sem naut vinsælda í maí sama ár. Over and Over hlaut athygli fyrir tónlistarmyndbandið, sem var leikstýrt af Nima Nourivadeh, og var útnefnt sem besta smáskífa ársins 2006 af breska tónlistartímaritinu NME[2].

Hot Chip hefur komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Dour Festival, Glastonbury, Sónar, Benicassim, Electric Picnic, Bestival, Lovebox, Reading and Leeds Festivals, Summer Sundae festival, Big Day Out og Iceland Airwaves.

Nýjasta afurð hljómsveitarinnar, breiðskífan „Made in the Dark“, kom út í febrúar 2008 en upphaflega átti hún að koma út 2007. Tvö lög af plötunni komu út á MySpace[3] og það þriðja hefur einnig verið leikið á tónleikum.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Stutt- og smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • 2001 Mexico EP (CD)
 • 2002 Sanfrandisco E-Pee (CD-R bara sem EP)
 • 2003 Down With Prince (12" bara sem EP)
 • 2004 „Hittin' Skittles/Back to the Future“ (7")
 • 2004 „Playboy“ (7", 12" og CD)
 • 2005 The Barbarian EP (12")
 • 2006 „Over and Over“ #32 UK (lituð 7", 12" og ECD)
 • 2006 „Boy from School“ #40 UK (2x lituð 7", 12" og ECD)
 • 2006 „Colours“; komst ekki á vinsældalista á BretlandiD (2x7", 12" og CD)
 • 2006 „Over and Over“ #27 UK (Ltd. 7" með veggspjaldi, 12", CD, ECD)
 • 2007 Live Session (iTunes Exclusive) - EP (einungis í iTunes)
 • 2007 „My Piano“ (12", niðurhal)
 • 2007 „Shake a Fist“ (12")

Aðrar útgáfur[breyta | breyta frumkóða]

 • 2005 All Filler, No Killer! Einungis á tónleikaferðalagi (CD)
 • 2006 Live at The Horseshoe, Toronto Einungis á tónleikaferðalagi (CD)
 • 2006 Live at The Horseshoe, London Einungis á tónleikaferðalagi (3" CD)
 • 2006 Mixture Einungis sem kynningarefni (CD)
 • 2006 Mixture 2 Einungis sem kynningarefni (CD)
 • 2006 Remixes & Rarities Einungis sem kynningarefni
 • 2007 DJ-Kicks: Hot Chip Einungis sem kynningarefni (LP, CD)
 • 2007 Rupert (CD)

Endurhljóðblandanir[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Mercury judges opt for eclectic shortlist“. Sótt 5. nóvember 2007.
 2. „Hot Chip named track of the year“. Sótt 5. nóvember 2007.
 3. „MySpace.com - Hot Chip - Melodramatic Popular Song / Neo-soul / 2-step“. Sótt 5. nóvember 2007.
 4. „Pitchfork: Hot Chip's New Album Made in the Dark“. Sótt 5. nóvember 2007.