Scissor Sisters

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Scissor Sisters
ScissorsistersSBSR.jpg
Uppruni Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
Tónlistarstefnur Popptónlist
Ár 2001 – í dag
Útgefandi Polydor
Universal
Vefsíða ScissorSisters.com
Meðlimir
Núverandi Jake Shears
Babydaddy
Ana Matronic
Del Marquis
Paddy Boom

Scissor Sisters er bandarísk hljómsveit sem var stofnuð árið 2001. Sveitin hlaut miklar vinsældir á Bretlandseyjum og á Írlandi. Helstu áhrifavaldar sveitarinnar eru rokk- og popphljómsvetir frá New York-borg auk menningar samkynhneigðra þar í borg. Fullt heiti hljómsveitarinnar er Dead Lesbian and the Fibrillating Scissor Sisters og er nafnið dregið af dregið af lesbískri kynlífsstellingu.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin verður til[breyta | breyta frumkóða]

Kjarni hljómsveitarinn var til árið 2000 þegar Shears og Babydaddy kynntust í háskóla í Kentucky og hófu þeir að leika tónlist saman. Shears vann seinna sem fatafella í New York og á þeim tíma kynntust þeir Babydaddy Ana Matronic á Hrekkjavökuballi. Þríeykið spilaði saman og bættist Del Marquis í hópinn. Sveitin skrifaði undir plötusamning við A Touch of Glas og gaf út smáskífuna Electrobix árið 2002. Á bakhlið hennar var Pink Floyd-lagið Comfortably Numb sem síðar kom út á breiðskífunni Scissor Sisters. Hljómsveitina vantaði tónleikatrommara og auglýsti því í smáauglýsingum - þannig kom Paddy Boom inn í félagsskapinn.

Á toppinn (2003 - 2005)[breyta | breyta frumkóða]

Comfortably Numb var mikið spilað af plötusnúðum á Bretlandi og sveitin spilaði í fyrsta sinn þar í landi á The Cock venue í London. Lagið vakti athygli Polydor útgáfufyrirtækisins og hljómsveitin skrifaði undir samning við það.

Fyrsta smáskífan, gefin út af Polydor, var Laura sem kom út árið 2003 og komst hæst í 54. sæti breska vinsældalistans auk þess sem hún hlaut mikla spilun í Ástralíu. Undir lok ársins fór lagið It can't come quickly enough að hljóma og kom meðal annars fram í kvikmyndinni Party Monster.

Comfortably Numb var endur-útgefið 2004 og komst þá á blað; komst hæst í 10. sæti breska vinsældalistans. Jafnframt komst Take Your Mama í 17. sæti listans, endur-útgáfa Laura í það fimmtánda, ballaðan Mary í 14. sæti og Filthy/Gorgeous í 5. sætið. Öll lögin komu út á breiðskífunni samnefndri hljómsveitinni og sú breiðskífa var sú mest selda í Bretlandi þetta ár. Hopes and Fears með hljómsveitinni Keane var einungis 582 eintökum á eftir. Breiðskífan er, árið 2006, 10. mest selda plata 21. aldarinnar og 51. mest selda plata í sögu Bretlands.

Í heimalandinu hefur sveitin ekki verið eins vinsæl en hafa þó Take Your Mama og Filthy/Gorgeous notið vinsælda þar, það síðarnefnda sérstaklega á hommabörum. Platan var tekin úr sölu í Wal Mart-verslunarkeðjunni vegna „grófyrða“.

Ta-Dah (2005 - )[breyta | breyta frumkóða]

Upptökur á annarri breiðskífunni, Ta-Dah, hófust á vormánuðum 2005 og byrjaði sveitin að forspila lögin á Live 8-tónleikunum í júlí sama ár. Platan var tekin upp í hljóðveri sveitarinnar og kom Elton John meðal annars að upptökunum, lék hann á píanó við lagið I Don't Feel Like Dancin'. Elton samdi lagið með Shears. Lagið komst í 1. sæti breska vinsældalistans þann 10. september 2006. John er meðal annars titlaður sem einn framleiðenda plötunnar, sem kom út í Bretlandi 18. september en 26. september í Bandaríkjunum. Platan lak þó á netið fimm dögum áður en hún kom út á Bretlandi.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

Ár Lag Bretland UK Niðurhal Írland IE Niðurhal US Danslisti Hot Dance Music/Club Play Þýskaland Ástralía Japan Kína Danmörk Argentína Spánn Frakkland Euro Hot 100 Breiðskífa
2002 "Electrobix" The Demo Album
2003 "Laura" 54 - - - - - - - - - - - - - 39 Scissor Sisters
2004 "Comfortably Numb" 10 - 30 - 1 - 97 73 32 50 12 44 - 99 37 Scissor Sisters
"Take Your Mama" 17 15 25 - - - 99 40 16 33 4 2 - 2 61 Scissor Sisters
"Laura" (endur-útgefið) 12 - 17 - - - - 66 64 50 64 33 - 6 - Scissor Sisters
"Mary" 14 - - - - - - - 21 27 72 56 - 13 - Scissor Sisters
2005 "Filthy/Gorgeous" 5 6 13 - 16 1 - 29 3 6 3 2 2 2 38 Scissor Sisters
2006 "I Don't Feel like Dancin'" 1 1 2 2 - 2 1 1 11 23 2 5 1 2 1 Ta-Dah
"Land of A Thousand Words" 19 66 44 - - - - - - - - - - - 114 Ta-Dah

DVD[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Scissor Sisters s - r - b

Meðlimir
Jake ShearsBabydaddyAna MatronicDel MarquisPaddy Boom
Smáskífur
ElectrobixLauraComfortably NumbTake Your MamaMaryFilthy/GorgeousI Don't Feel Like Dancin'Land of a Thousand Words
Breiðskífur
The Demo Album (Scissor Sisters)Scissor SistersRemixed!Ta-Dah
DVD
We Are Scissor Sisters... And So Are You