Fara í innihald

Queens of the Stone Age

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Queens of the Stone Age
Upplýsingar
FæðingQueens of the Stone Age
UppruniPalm Desert, Kaliforníu
StefnurRokk, stóner rokk
ÚtgáfufyrirtækiInterscope, Man's Ruin, Loosegroove, Matador
MeðlimirJosh Homme, Troy Van Leeuwen, John Theodore, John Fertita, Micheael Schuman
Fyrri meðlimirJoey Castillo, Nick Olivieri, Mark Lanegan, Alfredo Hernandez, Gene Trautman, Alain Johannes, Natasha Schneider, Dave Grohl
Vefsíðahttp://www.qotsa.com/

Queens of the Stone Age (QotSA) er bandarísk rokk eða stóner rokk-hljómsveit sem var stofnuð 1996 og er upprunin frá Palm Desert í Kaliforníu. Stofnandi hennar og aðallagasmiður er Josh Homme en hann og upphafsmeðlimirnir Qotsa, Nick Oliveri og Alfredo Hernandez, voru áður í hljómsveitinni Kyuss.

Queens of the Stone Age

[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega var sveitin stofnuð árið 1996 undir nafninu Gamma Ray en sveitin þurfti svo að breyta um nafn ári seinna eftir að þýsk power metal-hljómsveit með sama nafn hótaði að kæra þá. [1] Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 1998 en þar spilaði Homme bæði á gítar og bassa en vinur hans, . Platan hét einfaldlega Queens of the Stone Age en stuttu eftir að upptökum var lokið gengu bassaleikarinn Nick Oliveri og trommuleikarinn Alfredo Hernandez, sem báðir voru í Kyuss til liðs við sveitina ásamt gítarleikaranum Dave Catching.

Eftir fyrstu plötuna voru mannabreytingar í hljómsveitinni með reglulegu millibili og sveitin gaf svo út sína aðra breiðskífu árið 2000 en hún fékk nafnið „Rated R“. Hún fékk góða dóma gagnrýnenda en vinsældir hennar voru þó takmarkaðar. Sveitin fékk þó að koma fram á Ozzfest 2000 og Rock in Rio ári seinna en þar var Nick Oliveri handtekinn fyrir að koma nakinn fram á sviðinu. [2]

Songs for the Deaf

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2002 kom svo út þriðja breiðskífa sveitarinnar „Songs for the Deaf“ en á henni trommaði fyrrum liðsmaður Nirvana og forsprakki Foo Fighters, Dave Grohl. Einnig hafði gítarleikari A Perfect Circle, Troy Van Leeuwen, gengið til liðs við sveitina auk þess sem fyrrum söngvari Screaming Trees, Mark Lanegan kom við sögu og söng nokkur lög.

Þessi plata skaut QOTSA almennilega uppá stjörnuhimininn og lög eins og „No One Knows“ og „Go With The Flow“ urðu vinsæl og voru spiluð á MTV. Þrátt fyrir gríðarlega velgengni vildi Dave Grohl ekki vera áfram í sveitinni og sneri aftur til fyrri verkefna. Í hans stað kom svo hinn tattúveraði Joey Castillo sem gegndi slagverksskyldum sveitarinnar til 2012. Eftir farsælan feril var svo Nick Oliveri rekinn úr sveitinni snemma árs 2004 fyrir vanvirðingu við aðdáendur og óhóflega mikið partýstand. Seinna sagði Homme svo reyndar að raunverulega ástæða fyrir þessu væri sú að Oliveri hefði beitt kærustu sína líkamlegu ofbeldi. [3]

Lullabies to Paralyze

[breyta | breyta frumkóða]

Þremur árum seinna eða 2005 kom svo fjórða breiðskífan, „Lullabies to Paralyze“, en þá hafði hinn fjölhæfi Alain Johannes gengið til liðs við sveitina. Platan seldist einstaklega vel og jók enn frekar á vinsældir sveitarinnar. Billy Gibbons úr ZZ Top gestaði á plötunni. Helsta smáskífa plötunnar var lagið „Little Sister“ . Seinna sama ár gaf sveitin svo út tónleikamynddisk/geisladisk sem heitir „Over the Years and through the Woods“. Á disknum eru upptökur af tvennum tónleikum sveitarinnar í London en einnig aukaefni úr ýmsum áttum frá árunum 1998-2005. uding

Era Vulgaris

[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta breiðskífan, „Era Vulgaris“, kom út 12. júní 2007 en þar spilaði Michael Shuman á bassa og Dean Fertita (áður í The Racounters) á hljómborð. Fyrsta smáskífan á plötunni var „Sick, Sick, Sick“ og önnur „3's and 7's“. Auk þess komu þekktir tónlistarmenn við sögu á plötunni eins og Trent Reznor forsprakki Nine Inch Nails og Julian Casablancas söngvari The Strokes. Á plötunni má finna lag sem áður kom út með Desert Sessions (hliðarverkefni Homme og vina hans), en það heitir „I wanna make it wit chu“.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Queens of the Stone Age (1998)
  • Rated R (2000)
  • Songs for the Deaf (2002)
  • Lullabies to Paralyze (2005)
  • Era Vulgaris (2007)
  • ...Like Clockwork (2013)
  • Villains (2017)
  • In Times New Roman… (2023)

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kyuss/Queens of the Stone Age (1997)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Queens of the Stone Age - Biography Allmusic.com
  2. Nude Queens Of The Stone Age Bassist Arrested In Rio MTV.com
  3. Homme comes clean on Oliveri firing Billboard.com