Hlynir
Hlynir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
![]() Dreifing
|
Hlynir (fræðiheiti: Acer) er ættkvísl trjáa af sápuberjaætt. Þetta eru um 128 tegundir. Hlynir eru oftast einstofna tré með mjög breiða krónu. Þeir þurfa frjósaman jarðveg og skjól í æsku en verða vind- og saltþolin tré.
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Nokkrar tegundir hafa verið reyndar hérlendis. Þar á meðal:[1]
- Garðahlynur (A. pseudoplatanus) verður yfir 15 m hár á Íslandi. Hann þrífst vel á sunnanverðu Íslandi og þroskar fræ.
- Broddhlynur (A. platanoides) Lifir en kelur yfirleitt mikið.
- Hagahlynur (A. campestre) reynsla slök.
- Gljáhlynur (A. glabrum) þokkalegur á Akureyri.
- Síberíuhlynur (A. ginnala) vex vel en kelur nokkuð árlega.
- Askhlynur (A. negundo) Lítil reynsla.
- Japanshlynur: Lítil reynsla, smágert tré og blöð.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Hlynur (trjátegundir, Skógrækt ríkisins) Geymt 2017-06-26 í Wayback Machine
- ↑ http://www.lystigardur.akureyri.is/?modID=1&id=45&lat=1&l=a Lystigarður Akureyrar