Bandarísku Jómfrúaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bandarísku Jómfrúreyjar)
United States Virgin Islands
Fáni Bandarísku Jómfrúaeyja Skjaldarmerki Bandarísku Jómfrúaeyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
United in Pride and Hope
Þjóðsöngur:
Jómfrúaeyjamarsinn
Staðsetning Bandarísku Jómfrúaeyja
Höfuðborg Charlotte Amalie
Opinbert tungumál Enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Joe Biden
Landstjóri Albert Bryan
Bandarískt yfirráðasvæði
 • keyptar af Danmörku 17. janúar 1917 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

346 km²
1
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar

87.146
252,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 4,2 millj. dala
 • Á mann 38.136 dalir
VÞL (2019) 0.892 (31. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur (USD)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .vi
Landsnúmer +1-340

Bandarísku Jómfrúaeyjar eru eyjaklasi austan við Púertó Ríkó sem tilheyrir Bandaríkjunum. Þær eru hluti Hléborðseyja, sem eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Fjórar eyjanna eru stærstar: St. Thomas, St. John, St. Croix og Water Island. Auk þeirra eru margar smærri eyjar.

Danska Vestur-Indíafélagið settist að á St. Thomas árið 1672, á St. John árið 1694 og keypti svo St. Croix af Frökkum 1733. Árið 1754 urðu Dönsku Vestur-Indíur dönsk krúnunýlenda. Höfuðborgin Charlotte Amalie á St. Thomas var nefnd árið 1692 eftir Charlotte Amalie af Hessen-Kassel drottningu Danmerkur, eiginkonu Kristjáns 5. Danakonungs frá 1670 til 1699.

Í nýlendunni Dönsku Vestur-Indíum var einkum ræktaður sykurreyr, og byggði framleiðslan á vinnuafli þræla. Dönsk stjórnvöld og fyrirtæki undir þeirra verndarvæng eru talin hafa flutt yfir 100.000 manns frá Afríku í þrældóm í Vesturálfu, þar af um 80.000 í þrældóm á þessum nýlendum Dana sjálfra.[1]

Í fyrri heimsstyrjöldinni ákváðu Danir að verða við kauptilboði Bandaríkjanna og seldu eyjarnar fyrir 25 milljónir Bandaríkjadala. Dönsk stjórnvöld óttuðust að Bandaríkin tækju eyjarnar með valdi ef svo færi að Þjóðverjar hernæmu Danmörku í stríðinu.

Bandarísku Jómfrúaeyjar kjósa einn þingmann í fulltrúadeild bandaríska þingsins en sá hefur ekki atkvæðisrétt á þinginu. Íbúar eyjanna hafa heldur ekki rétt til að kjósa í bandarísku forsetakosningunum.

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Kristófer Kólumbus kom til eyjanna í annarri ferð sinni til Nýja heimsins árið 1493. Hann nefndi þær Santa Úrsula y las once mil vírgenes („heilög Úrsúla og ellefu þúsund meyjar“) til heiðurs dýrlingnum, að sögn vegna þess að hann heillaðist af fegurð eyjanna. Hann var þar á ferð nokkru eftir messudag heilagrar Úrsúlu sem er í október. Þetta nafn var fljótlega stytt í Las Vírgenes eða Jómfrúaeyjar (sem hefur líka verið þýtt sem „Jómfrúreyjar“ og „Meyjaeyjar“ á íslensku).

Yfirráð yfir eyjunum breyttust oft næstu aldirnar, en um miðja 17. öld skiptust þær milli Dönsku Vestur-Indía, Bresku Hléborðseyja og Spænsku Jómfrúaeyja. Dönsku Vestur-Indíur urðu svo Bandarísku Jómfrúaeyjar árið 1917. Nokkrum árum áður höfðu Spænsku Jómfrúaeyjar gengið til Bandaríkjanna sem hluti af Púertó Ríkó.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sjá t.d. „The History of The Danish Negro Slave Trade, 1733–1807“, eftir Svend Erik Green-Pedersen í tímaritinu Revue française d'histoire d'outre'mer, 1975, s. 196–220.