Fara í innihald

Helga Steinvör Baldvinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helga Steinvör Baldvinsdóttir (185823. október 1941) var íslenskt ljóðskáld og vesturfari best þekkt undir listamannsnafninu Undína.

Hún var frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal í Húnaþingi, dóttir Baldvins Helgasonar og Soffíu Jósafatsdóttur. Þau settust fyrst að í Rousseau í Muskoka í Ontario en síðar í Norður Dakota. Undína var tvígift, fyrri eiginmaðurinn var drykkfelldur og hún skildi við hann, sá síðari dó 1904. Síðan bjó hún á vesturströndinni til dauðadags, síðustu árin í skjóli Sophiu dóttur sinnar.

Undína orti mest fyrir og um aldamótin, en lítið eftir það. Hún vakti verðskuldaða athygli bókmenntamanna vestra. Kvæði hennar eru einföld og ljóðræn, mörg þeirra ættjarðarljóð. Bestu ljóð hennar eru dapurleg og rómantísk, birta rótleysistilfinningu landnemanna á látlausan hátt. Heildarútgáfa á ljóðum hennar kom út 1952, Kvæði.