Fara í innihald

Sagnmyndir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hefðbundin þolmynd)

Sagnir hafa þrjár myndir, germynd, miðmynd og þolmynd. Ræðst notkun þeirra af því hvort áhersla er fremur lögð á geranda eða þolanda.

Germynd (skammstafað sem gm. eða germ.) er algengasta sagnmyndin. Áherslan er á geranda setningarinnar; t.d. Jón klæddi sig, móðirin klæðir drenginn.

Miðmynd (skammstafað sem mm. eða miðm.) þekkist á því að endingin -st (sem kallast miðmyndarending) bætist við germyndina (t.d. Jón klæddist). Á undan miðmyndarendingunni falla þó niður endingarnar -ur, -r og r-ð

Dæmi:

  • þú kemur → þú kemst

Miðmynd segir frá því hvað gerandi/gerendur gerir/gera við eða fyrir sjálfan/sjálfa sig, t.d. hann leggst, þeir berjast.

Fyrir kemur að germynd lítur út sem miðmynd, t.d. þú stökkst út í lækinn. Til að greina á milli er hentugt að skipta um persónu eða tölu; þú stökkst út í lækinn - > ég stökk út í lækinn - sem leiðir í ljós germynd þar eð endingin -st verður að vera í öllum persónum í miðmynd.

Miðmyndarsögn

[breyta | breyta frumkóða]

Sumar sagnir eru aðeins til miðmynd (t.d. sagnirnar nálgast, vingast, óttast, öðlast, ferðast, heppnast og kallast) og eru þær kallaðar miðmyndarsagnir.

Miðmyndarending

[breyta | breyta frumkóða]

Miðmyndarending er endingin -st (áður -zt og í forníslensku -sk)[1] sem bætt er við germyndina til að mynda miðmynd.

Miðmyndarendingin -st fellur niður á eftir -st eða -sst í germynd:

  • haldast: Staðan hélst óbreytt
  • festast: Fóturinn hefur fest
  • kyssast: Hjónin hafa kysst
  • hittast: Höfum við hist?

Miðmyndarendingin í forníslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Um árið 1200 endaði -umk í fyrstu persónu eintölu þar sem -mk hlutinn er komin af orðinu mik (gömul mynd persónufornafnsins mig),[2] og í öllum öðrum beygingarmyndum endaði hún á -sk sem er komið orðinu sik (sem er gömul mynd afturbeygða fornafnsins sig).[2]

Upp úr 1200 fær 1. persóna einnig endinguna -sk/-zk í staðin fyrir -mk.[1][2] Hætt var að nota -sk um lok 13. aldar (um 1300) og endingin -z notuð í staðinn. Á 14. öld komu endigarnar -zt og -zst fram (og virðist framburðurinn þá orðinn st eins og hann er núna)[1] en á 15. öld er endingin -zt nær eingöngu notuð. Á 15. öld koma fram nýjar endingar; -nzt og -zt og síðar -nst og -st. Á 17. öld var farið að bæta við endinguna -st þannig að hún varð -ustum (berjustum). Á 18. öld endurvöktu málhreinsunarmenn gömlu miðmyndarendinguna -umst og er það endingin sem notuð er í dag (köllumst, berjumst, elskumst..)

Upp úr 1200 Undir lok 13. aldar 14. öld-15. aldar 15. öld-17. aldar 17. öld
-sk -zk -z -zt -nst -st -stum
1. persóna eintala berjumsk berjumzk berjumz berjumzt berjunst berjust berjustum

Og svo miðmyndarsögnin kallast sé tekin til dæmis í öllum persónum;

Í forníslensku Undir lok 13. aldar Lok 13. aldar
-mk/-sk -z
1. persóna eintala kollumk köllumz köllumst kallast
2. og 3. persóna kallask kallaz kallast
1. persóna fleirtala kollumsk köllumz köllumst
2. persóna kallisk kalliz kallist
3. persóna kallask kallaz kallast

Þolmynd (skammstafað sem þm. eða þolm.) er mynduð með hjálparsögninni ‚að vera‘ eða ‚að verða‘ og lýsingarhætti þátíðar af aðalsögn. Þolmynd leggur áherslu á þolanda setningar en geranda er sjaldnast getið, dæmi:

  • Jón var klæddur af móðurinni.
  • Vitað er að jörðin er lífvænleg.
  • Henni var hjálpað.
  • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.
  1. 1,0 1,1 1,2 http://www.timarit.is/?issueID=425850&pageSelected=9&lang=0 Íslenskt mál 264. þáttur
  2. 2,0 2,1 2,2 Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?[óvirkur tengill]

Frekara lesefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kristján Árnason; Jörgen Pind (2005). Íslensk tunga I. Almenna bókafélagið. ISBN 9979-2-1900-9.
  • Guðrún Kvaran (2005). Íslensk tunga II. Almenna bókafélagið. ISBN 9979-2-1900-9.
  • Höskuldur Þráinsson (2005). Íslensk tunga III. Almenna bókafélagið. ISBN 9979-2-1900-9.