Miðmyndarsögn
Miðmyndarsögn (skammstafað sem mms.) eru sagnir sem aðeins eru til í miðmynd.
Gerðir miðmyndarsagna
[breyta | breyta frumkóða]Til eru fjórar gerðir miðmyndarsagna;
Afturbeygðar sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Afturvirkar sagnir eða afturbeygðar sagnir (reflexive) hafa þá merkingu að gerandinn og þolandinn eru sá og hinn sami. Hægt er að umskrifa sagnirnar með því að bæta við afturbeygða fornafninu sér, sig eða sín.
Dæmi um afturvirkar sagnir eru;
- að matast (umskrift: mata sig)
- að klæðast (umskrift: klæða sig)
- að baðast (umskrift: baða sig)
- að læðast (umskrift: læða sér)
Gagnvirkar sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Gagnvirkar sagnir (reciprocal) innihalda sagnir sem hægt er að umskrifa með germynd saman við óákveðna fornafnið „hvor annan“.
Dæmi um gagnvirkar sagnir eru;
- að kyssast (umskrift: kyssa hvor annan)
- að heilsast (umskrift: heilsa hvor öðrum)
- að berjast
- að hittast (umskrift: hitta hver annan)[1]
Þolmynd miðmyndar
[breyta | breyta frumkóða]Þolmynd miðmyndar (passive) er þriðji flokkurinn, og merkja orð í þessum flokki að verða fyrir barðinu á viðkomandi aðgerð; þ.e.a.s. að „vera“ + lýsingarháttur þátíðar (fermdur, eyddur). Setning þar sem umsögnin er í þolmynd kallast þolmyndarsetning.
Dæmi um þolmyndir miðmyndar eru;
- að fermast (umskrift: að vera fermdur)
- að eyðast (umskrift: að vera eyddur)
- að veiðast (umskrift: að vera veiddur)
Inkóatívar sagnir
[breyta | breyta frumkóða]Framvindusagnir eða inkóatívar sagnir (inchoative) er síðasti flokkurinn. Þessar sagnir fela í sér ferli í átt að einhverju ástandi. Þetta er líkt þriðja flokki; en munurinn er samt mikilvægur. Ferlið í þessum flokki er miklu hægara og felur frekar í sér markvissa stefnu í átt að einhverju. Hægt er að umrita þetta með sagnorðinu að verða + lýsingarorði.
Dæmi um inkóatívar sagnir eru;
- að hressast (umskrift: að verða hress)
- að grennast (umskrift: að verða grannur)
- að gleðjast (umskrift: að verða glaður)
- að reiðast (umskrift: að verða reiður)
- að mildast (umskrift: að verða mildur)
- að skemmast (umskrift: að verða skemmdur)
- að brjálast (umskrift: að verða brjálaður)
Stundum er viðskeytinu -na bætt við lýsingarorð til að mynda inkóatívar sagnir:[2]
- að hvítna (umskrift: að verða hvítur)
- að grána (umskrift: að verða grár)[3]
- að brotna (umskrift: að verða brotinn)
- að vakna (umskrift: að verða vakinn)
Dæmi
[breyta | breyta frumkóða]Dæmi um miðmyndarsagnir eru:
- Ferðast
- Nálgast
- Annast
- Heppnast
- Óttast
- Skjátlast
- Vingast við
- Öðlast
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Page 214 of An Icelandic-English Dictionary
The middle voice is used:
(in a purely reflexive sense): _spara_ 'spare,' _sparask_ 'spare oneself, reserve one's strength.'
(intransitively): _būa_ 'prepare,' _būask_ 'become ready, be ready'; _sętja_ 'set,' _sętjask_ 'sit down'; _sȳna_ 'show,' _sȳnask_ 'appear, seem.'
(reciprocally): _bęrja_ 'strike,' _bęrjask_ 'fight'; _hitta_, 'find,' _hittask_ 'meet.'
In other cases it specializes the meaning of the verb, often emphasizing the idea of energy or effort: _koma_ 'come,' _komask_ 'make one's way.'.) - ↑ Icelandic Primer with Grammar, Notes and Glossary[óvirkur tengill]
175. *-na*: _brotna_ 'be broken' (_brotinn_, broken), _hvītna_ 'become white,' _vakna_ 'awake.' Used to form intransitive and inchoative verbs of the third conj. - ↑ Page 214 of An Icelandic-English Dictionary
where it is derived from grár, ^ rey, qs. græ-na, does not hold good either in sense or form, as the inflex. inchoative -na causes no umlaut, and grár, grey, when metaph. only denotes spite.)