Fara í innihald

Haraldur Bessason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Haraldur Bessason (14. apríl 19318. apríl 2009) var íslenskur fræðimaður og rithöfundur og um tíma rektor Háskólans á Akureyri og prófessor við íslenskudeild Manitoba-háskóla í þrjá áratugi. Hann ritstýrði auk þess Lögbergi-Heimskringlu og Tímariti hins íslenska þjóðræknisfélags um árabil og skrifaði greinar og bækur. Haraldur var fyrsti rektor Háskólans á Akureyri árin 1987 til 1994 og var seinna kjörinn fyrsti heiðursdoktor háskólans árið 2000.

Haraldur Bessason fæddist í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru: Elinborg Björnsdóttir kennari (1886-1942) og Bessi Gíslason hreppstjóri(1894-1978).

  • Bréf til Brands (útg. 1999)
  • Dagstund á Fort Garry: svipmyndir (útg. 2007)
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.