Hamrar í Grímsnesi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hamrar í Grímsnesi er jörð í Grímsnesi. Hamraland er umlukið ám á þrjá vegu. Sólheimar sem áður hét Hverakot tilheyrði Hömrum fyrr á tímum. Hamrar voru í eigu Skálholtsstóls.

Beint neðan undan Hömrum er klettadrangur sem skagar fram í Hvítá. Hann er nefndur Ullarklettur. Lík Jóns Gerrekssonar biskups rak á land í víkinni við Ullarklett árið 1433. Símon Dalaskáld kom að Hömrum um 1900 til að skoða Ullarklett og kvað þá: Fyrr hér viður svalan sand

svartan laus við hroka
biskup rak upp lík á land
látið í gráan poka.

Margir nautgripir voru á Hömrum og var jörðin lengi vel matarbúr fyrir Skálholtsstað. Árin 1545-1564, varð í það minnsta þrisvar sinnum bráður nautadauði á Hömrum en ekki er vitað hvaða pest olli nautadauðanum. Upp úr 1660 varð sérkennilegur nautadauði á Hömrum sem og á nokkrum nálægum bæjum. Einnig féllu margir hestar eftir að hafa éið fóður eða moð frá Hömrum og einnig fluttist smit með slátri. Þessi bráðadauði var rakinn til miltisbruna sem kom upp á Hömrum.

Árið 1664 fannst Þórisdalur í Geitlandsjökli og var ungur maður frá Hömrum Björn Jónsson með í þeirri för.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.