Hage Geingob
Hage Geingob | |
---|---|
![]() Hage Geinbob árið 2020. | |
Forseti Namibíu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 21. mars 2015 | |
Forsætisráðherra Namibíu | |
Í embætti 21. mars 1990 – 28. ágúst 2002 | |
Í embætti 4. desember 2012 – 20. mars 2015 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 3. ágúst 1941 Otjiwarongo, Namibíu |
Þjóðerni | Namibískur |
Stjórnmálaflokkur | SWAPO |
Maki | Priscilla „Patty“ Geingos (g. 1967; skilin 1992) Loini Kandume (g. 1992; skilin 2008) Monica Kalondo (g. 2015) |
Börn | 3 |
Háskóli | Temple University Fordham University (BA) The New School (MA) University of Leeds (PhD) |
Hage Gottfried Geingob[1] (f. 3. ágúst 1941[2]) er þriðji og núverandi forseti Namibíu, í embætti frá því í mars 2015. Geingob var jafnframt fyrsti forsætisráðherra Namibíu frá sjálfstæði landsins árið 1990 til ársins 2002 og aftur frá 2012 til 2015. Frá 2008 til 2012 var Geingob verslunar- og iðnaðarráðherra landsins. Geingob hefur verið forseti stjórnarflokksins SWAPO frá því í nóvember 2017, en flokkurinn hefur setið í ríkisstjórn Namibíu frá sjálfstæði landsins.
Geingob var kjörinn forseti Namibíu í nóvember árið 2014 með afgerandi forskoti á aðra frambjóðendur. Hann var kjörinn forseti SWAPO þremur árum síðar á 6. flokksþingi flokksins. Í ágúst 2018 hóf Geingob eins árs kjörtímabil sem formaður Suður-afríska þróunarbandalagsins (SADC).[3]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Geingob is a champion of the poor“. New Era Newspaper Namibia. 31. október 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann desember 1, 2017. Sótt 1. nóvember 2019.
- ↑ Síða um Geingobá heimasíðu namibíska þingsins. Geymt 2020-05-02 í Wayback Machine
- ↑ https://www.iol.co.za/news/africa/ramaphosa-hands-over-sadc-chairmanship-to-namibias-geingob-16618503
Fyrirrennari: Fyrstur í embætti |
|
Eftirmaður: Theo-Ben Gurirab | |||
Fyrirrennari: Nahas Angula |
|
Eftirmaður: Saara Kuugongelwa | |||
Fyrirrennari: Hifikepunye Pohamba |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
