Fara í innihald

Geit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hafur)
Sjá greinina geitur fyrir upplýsingar um aðrar geitartegundir.
Geit

Ástand stofns
Húsdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Slíðurhyrningar (Bovidae)
Undirætt: Geitfé (Caprinae)
Ættkvísl: Geitur (Capra)
Tegund:
Villigeit (C. aegagrus)

Undirtegundir:

C. a. hircus

Þrínefni
Capra aegagrus hircus
(Linnaeus, 1758)

Geit (fræðiheiti: Capra aegagrus hircus eða Capra hircus) er algengt húsdýr, undirtegund villigeitar sem lifir í Suðvestur-Asíu og Austur-Evrópu. Geitur eru eitt af elstu húsdýrunum og talið að þær hafi verið tamdar fyrir um tíu þúsund árum í Sagrosfjöllum Íran. Af þeim eru nýtt mjólk, kjöt, ull og skinn. Geitamjólk er auðmeltari en kúamjólk.

Karldýr geitar heitir hafur, kvendýrið huðna og afkvæmin kiðlingar.

„Landnámsgeitin“

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af hafri með hökutopp, sem á geitum nefnist skegg.

Íslenski geitarstofninn hefur verið fluttur til landsins við landnám og verið einangraður í landinu í yfir þúsund ár. Geitur virðast alla tíð hafa verið fáar á landinu. Eftir að talning hófst hefur stofninn farið niður í nokkra tugi dýra, þannig að ætla má að skyldleiki sé mikill. Hins vegar virðist hann hafa meira viðnám en ætla mætti við jafnmikinn skyldleika sem gefur tilefni til að ætla að fjölbreytileiki hafi varðveist milli lítilla einangraðra hjarða. Núverandi stofn telur um 3000 dýr.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.