Slíðurhyrningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Slíðurhyrningar
Amerískur vísundur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið
Fylking: Seildýr
Flokkur: Spendýr
Ættbálkur: Klaufdýr
Ætt: Bovidae
Gray, 1821
Undirættir

Slíðurhyrningar er ætt klaufdýra sem finna má víðsvegar um heim, frá Ástralíu til Norðurheimskautsins. Slíðurhyrningar telja bæði villt dýr og húsdýr. Helstu tegundirnar eru bufflar, nautgripir, sauðfé, antilópur og geitur.

Stærstu slíðurhyrningarnir eru meira en tvö tonn að þyngd og alls meira en tveir metrar á hæð en þeir minnstu ekki meira en þrjú kílógrömm og vart stærri en venjulegir heimiliskettir. Þeir hafa það sameiginlegt að vera jurtaætur og geta ekki á beinan hátt melt beðmi heldur hafa margar tegundir örvera í meltingarfærum sínum sem brjóta það niður.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.