Fara í innihald

Sagrosfjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd af Sagrosfjöllum

Sagrosfjöll (persneska: رشته كوه زاگرس, kúrdíska: Çîyayên Zagrosê) eru stærsti fjallgarður Írak og næststærsti fjallgarður Írans. Þau ná yfir 1500 km leið frá Kúrdistan við landamæri Írans og Íraks að Persaflóa og enda við Hormússund.

Fjöllin mynda nokkra samhliða fjallgarða og eru sömu gerðar og af sama aldri og Alpafjöll. Hæsti tindur er Zard Kuh 4548 metra hár.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.