Langholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Langholt er byggðarlag í Skagafirði vestan Héraðsvatna og jafnframt langt holt eða ás sem liggur frá Reykjarhóli við Varmahlíð og norður undir Reynistað. Suðurhluti Langholts tilheyrði áður Seyluhreppi en norðurhlutinn Staðarhreppi en nú er hvorttveggja hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði. Þjóðvegurinn frá Varmahlíð til Sauðárkróks liggur um Langholtið.

Allmargir bæir eru á Langholti og standa þeir allir austan í holtinu, sem er gróðursælt og þéttbýlt. Sunnarlega á holtinu er Seyla (Stóra-Seyla), sem Seyluhreppur dró nafn af, og skammt þar fyrir utan Ytra-Skörðugil, þar sem fræðaþulurinn Gísli Konráðsson bjó lengi. Á miðju holtinu er kirkjustaðurinn Glaumbær, þar sem nú er Byggðasafn Skagfirðinga. Langholtinu lýkur við Staðará (Sæmundará), sunnan við Reynistað.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Staðarhreppur - Seyluhreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2001. ISBN 978-9979-861-10-2