Gullfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Gullfiskur
Goldfish3.jpg
Ástand stofns
Heimilisdýr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordate)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Karpfiskar (Cypriniformes)
Ætt: Vatnakarpar (Cyprinidae)
Ættkvísl: Carassius
Tegund: C. auratus[1]
Undirtegundir: C. a. auratus
Þrínefni
Carassius auratus auratus[2]
(Linnaeus, 1758)

Gullfiskur (Carassius auratus auratus) er ferskvatns fiskur af vatnakarpaætt. Þeir eru upprunalega frá Austur-Asíu og geta orðið allt að 20 ára gamlir.[3]

Þetta er tiltölulega smávaxin tegund af vatnakarfaætt (sem einnig inniheldur koi og Carassus carassius), gullfiskurinn er ræktað afbrigði af síður skrautlegum karpa (Carassius auratus) upprunnum frá austur Asíu. Hann var fyrst ræktaður í Kína fyrir meir en þúsund árum síðan, og allnokkur aðskilin afbrigði hafa þróast síðan. Afbrigði gullfiska eru breytileg í stærð, líkamslögun, lögun ugga og litum (ýmsar samsetningar af hvítum, gulum, rauðum, rauðgulum, brúnum og svörtum eru þekktar).

Stökkbreytingin svipuð og var upphafið að gullfiskum er einnig þekkt í öðrum vatnakörpum, svo sem Cyprinus carpio og grunnungi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þrír gullfiskar í Fiskar synda meðal fallinna blóma, Song dynasty málverk eftir Liu Cai (um 1080–1120)

Í upphafi í forn Kína, voru ýmsar tegundir af vatnakörpum (saman þekkir sem Asískir karpar) ræktaðir og nytjaðir sem matfiskar í þúsundir ára. Sumar þessara að jafnaði gráu eða silfruðu tegunda eiga það til að fá rauð, rauðgul eða gul stökkbrigði; það var fyrst skráð á tímum Jin veldis (265–420).[4][5]

Á tímum Tang veldisins (618–907), var vinsælt að rækta karpa í skrauttjörnum og vatnagörðum. Náttúruleg stökkbreyting myndaði gullna (eiginlega gulrauðgulan lit) frekar en upphaflegan silfraðan lit. Fólk fór að rækta gyllta afbrigðið frekar en það silfraða, í tjörnum eða öðrum hentugum stöðum í vatni. Á sérstökum tímum, svo sem þegar gestir komu, voru þeir fluttir í minni ílát til sýnis.[6][7]

An orange coloured fish, facing right
Villtur rauðgulur Carassius gibelio með gullfisklitbrigði.

Í Song veldinu (960–1279), var ræktun gullfiska komin í fastar skorður.[8] Árið 1162, skipaði keisaraynja Song veldisins byggingu tjarnar fyrir rauðu og gullnu afbrigðin. Á þessum tíma var einvörðungu ættingjum keisarafjölskyldunnar leyft að hafa gyllta (gula) afbrigðið (gult og mörg tilbrigði þess var litur keisaraættarinnar). Það er líklega ástæða þess að það er meira um rauðgula en gula gullfiska, þó að gulir séu erfðafræðilega auðveldari í ræktun.[9] Tilfelli annarra lita (fyrir utan rauðan og gulan) voru fyrst skráð 1276.Snið:Citation needed

Á tímum Ming veldisins (1368–1644) var einnig farið að rækta gullfiska innandyra,[5] sem leyfði ræktun afbrigða (stökkbreytinga) sem ekki hefðu lifað í tjörnum.[6] Fyrstu tilfelli fancy-tailed goldfish var skráð í Ming veldi. Árið 1603 voru gullfiskar fluttir til Japan.[6] 1611 komu gullfiskar til Portúgal og þaðan til annarra hluta Evrópa.[6]

A drawing in brown ink on an ocher background. A rectangular glass aquarium tank sits on a wooden stand with carved, curled legs, and contains two fish as well as plants with wavy grass-like leaves.
Vestrænt fiskabúr frá um 1850 af þeirri gerð er hélt gullfiska ásamt öðrum kaldvatnsfiskum

Kring um 1620, voru gullfiskar í miklum metum í suður evrópu vegna málmlitaðs hreisturs og táknaði gæfu og framtíð. Það varð hefð fyrir gifta menn að gefa spúsum sínum gullfisk á brúðkaupsafmælin þeirra, sem tákn um gjöfula framtíð. Þessi hefð dó fljótlega út eftir því sem gullfiskar urðu almennari og urðu síður stöðutákn. Gullfiskar voru fyrst fluttir til Norður Ameríku í kring um 1850 og urðu fljótt vinsælir í Bandaríkjunum.[10][11]

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Skyldar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Gulf States Marine Fisheries Commission: Fact Sheet. ''Carassius auratus'' (Linnaeus, 1758)". . (Nis.gsmfc.org). Skoðað 19. nóvember 2011.
 2. „''Carassius auratus'' (Linnaeus, 1758)". . (Fishbase). Skoðað 19. nóvember 2011.
 3. Guðríður Lára Gunnarsdóttir. „Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?“. Vísindavefurinn 7.5.2007. (Skoðað 1.2.2012).
 4. „Goldfish". . (Ocean Park). Skoðað 2009-11-16.
 5. 5,0 5,1 Roots, Clive (2007), Domestication. Westport: Greenwood Press. bls: 20–21. ISBN 978-0-313-33987-5
 6. 6,0 6,1 6,2 6,3 „Background information about goldfish". . (Bristol Aquarists' Society). Skoðað 2006-07-28.
 7. Nutrafin Aquatic News, Issue #4, 2004, Rolf C. Hagen, Inc. (USA) and Rolf C. Hagen Corp. (Montreal, Canada)
 8. Smartt, Joseph (2001), Goldfish varieties and genetics: A handbook for breeders. Oxford: Blackwell Science. bls: 21. ISBN 978-0-85238-265-3
 9. „goldfish". . Geymt frá upphaflegu greininni á September 1, 2009. Skoðað 2013-02-28.
 10. Brunner, Bernd (2003), The Ocean at Home. New York: Princeton Architectural Press. ISBN 1-56898-502-9
 11. Mulertt, Hugo (1883), The Goldfish And Its Systematic Culture With A View To Profit. Skoðað 2009-07-07.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.