Carassius gibelio
Gullkarpi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
'Venjulegur Gullkarpi'
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Carassius gibelio (Bloch, 1782) |
Carassius gibelio, stundum nefndur Carassius gibelio gibelio og fyrir 2003, Carassius auratus gibelio), meðlimur ættarinnar Cyprinidae, sem telur allnokkrar aðrar þekktar tegundir fiska eins og vatnakarpa, og hinn smávaxna grunnungur. Þetta er meðalstór vatnakarpi, og verður ekki yfir 3 kg (6.6 pund) og 45 sm. Hann er yfirleitt silfurlitaður, þó að aðrir litir þekkist. Þeir eru alætur og nærast á svifi, hryggleysingjum, plöntum og lífrænum leifum. Upprunalega frá Asíu (Síberíu), hafa þeir verið fluttir út og eru í vötnum og tjörnum og hægstreymandi ám víða um Evrópu, Norður Ameríku og Asíu.[1][2][3][4][5]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hann er kröftugur fiskur sem líkist (Carassius carassius) og verður um 10 til 35 sm langur. Hreistur hans er stærra en á C. carassius, og eru yfirleitt 27 til 32 hreisturflögur eftir hliðarrákinni, þar sem C. carassius hefur á milli 31 til 35. . Sporðurinn á C. gibelo er dýpra sýldur en á C. carassius. [6]
Ræktun í gullfisk
[breyta | breyta frumkóða]Gullfiskar voru upphaflega ræktaðir út frá C. gibelo í Kína fyrir yfir 1000 árum síðan, þar sem þeir voru ræktaðir fyrir lit til að lífga upp á skrauttjarnir og vatnagarða.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.fishbase.org/summary/Speciessummary.php?id=6376
- ↑ „Data Use Agreement - GBIF Portal“. Data.gbif.org. 22. febrúar 2007. Sótt 29. júlí 2010.
- ↑ „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12. ágúst 2010. Sótt 11. desember 2016.
- ↑ „Nobel International Journals“ (PDF). Nobelonline.net. 1. janúar 2010. Sótt 29. júlí 2010.[óvirkur tengill]
- ↑ „Journal Article“. SpringerLink. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2019. Sótt 29. júlí 2010.
- ↑ „Prussian carp: Carassius gibelio“. NatureGate. Sótt 14. desember 2013.