ReykjavíkurAkademían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Reykjavíkurakademían)

ReykjavíkurAkademían er félag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem stofnað var árið 1997. Hlutverk félagsins er vera „akademía“ í merkingunni vísindasamfélag þar sem fólk sem stundar rannsóknir á eigin vegum getur fengið vinnuaðstöðu og stuðning af öðrum í sömu sporum. Tilgangurinn er að skapa umhverfi fyrir þá vísindamenn sem starfa sem einyrkjar eða laustengdir rannsóknar- og kennslustofnunum eins og Háskóla Íslands. Félagið rekur Bókasafn alþýðu (bókasafn Dagsbrúnar). Félagið stendur fyrir nokkrum ráðstefnum og málþingum um aðskiljanleg efni á hverju ári og heldur málstofu á hverjum fimmtudegi þar sem einhver fræðimaður kynnir rannsóknir sínar.

Saga félagsins[breyta | breyta frumkóða]

ReykjavíkurAkademían varð til sem félag sjálfstætt starfandi fræðimanna árið 1997. Til að byrja með var lögð höfuðáhersla á að finna húsnæði fyrir starfsemi félagsins, sem náðist sumarið 1998 þegar Siglingastofnun Íslands flutti út úr JL-húsinu og íslenska ríkið var með bindandi leigusamning við eigendur. Háskóli Íslands hafði þá áður hafnað húsnæðinu. Inn í húsnæðið fluttu þá þegar nokkrir fræðimenn, en fjölmennasti hópurinn til að byrja með voru sagnfræðingar, enda hefð fyrir einyrkjastarfsemi í þeirri grein. Einnig var mikið um að ungir vísindamenn sem voru nýkomnir heim úr námi erlendis nýttu sér aðstöðu félagsins. Lítil fyrirtæki með rannsóknartengda starfsemi nýttu sér einnig aðstöðuna. Árið 2014 var leigusamningi í JL-húsinu sagt upp til að rýma fyrir gistiheimili[1] og fluttist þá starfsemin á tvær hæðir í Þórunnartúni.

Formenn[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.ruv.is/frett/skrifstofur-fraedimanna-verda-gistiheimili