Fara í innihald

Grákrókar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grákrókar
Grákrókar í Bandaríkjunum.
Grákrókar í Bandaríkjunum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Bikarfléttuætt (Cladoniaceae)
Ættkvísl: Bikarfléttur (Cladonia)
Tegund:
Grákrókar (C. rangiferina)

Tvínefni
Cladonia rangiferina

Grákrókar[1] (fræðiheiti: Cladonia rangiferina) eru tegund fléttna af bikarfléttuætt. Grákrókar eru algengir á Íslandi og eru ein þeirra fléttutegunda sem eru í daglegu tali kallaðar hreindýramosi.

Á vefsvæði flóru Íslands er grákrókum þannig lýst: "Þal grákrókanna er runnkennt og marggreint, oft þrjár til fjórar greinar á greinamótum, greinaxlir opnar, greinar 1-1,5 mm þykkar, sívalar, holar, gráar, blágráar eða stundum brúnleitar með fjólubláum blæ, greinendar oft sveigðir til einnar hliðar, brúnleitir í toppinn. Yfirborð greinanna er lítið eitt floskennt, án greinilegs barkarlags, þyrpingar þörunga oft sýnilegar utan frá og mynda ofurlítið vörtótt yfirborð neðan til á þalgreinunum. Hreistrur sjást aldrei á grákrókum. Askhirzlur eru endastæðar á greinunum, smáar, um 0,2-0,6 mm í þvermál, brúnar, kúptar."[1]

Eins og nafnið bendir til eru grákrókar gráir að lit, oft með brún eða fjólublá litbrigði.[1]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Grákrókar eru algengir um allt land, að undanskildum sandauðnum miðhálendisins, þar sem þeir vaxa á þúfum í mólendi. Þeir finnast innan um hreindýrakróka en þó nær alltaf í minna mæli en þeir.[1]

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Grákrókar innihalda atranórin og fumarprotocetrarsýru. Ólíkt hreindýrakrókum, innihalda grákrókar ekki úsninsýru sem gefur hreindýrakrókum gulleitan blæ.[1]

Þalsvörun grákróka er K+ gul, C-, KC- og P+ gulrauð.[1] K-, C-, KC+ gul, P+

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Flóra Íslands (án árs). Grákrókar - Cladonia rangiferina. Sótt þann 11. október 2020.